A 295 - Hymn. Iam lucis orto sidere | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 295 - Hymn. Iam lucis orto sidere

Fyrsta ljóðlína:Klár dagur og ljós nú kominn er
Viðm.ártal:≈ 0
Hymn. Iam lucis orto sidere
[Nótur]

1.
Klár dagur og ljós nú kominn er.
Kæri faðir, þig biðjum vér,
geym oss í dag, vor verndarmann,
frá voða sem oss skaða kann.
2.
Still vora tungu að ei styggist þú,
stýrir himna, og varðveit nú
augun vor allra einninn með
svo ekkert fái þau fánýtt séð.
3.
Vor hjörtu gjör þú og hugskot hrein
svo hverfi af þeim öll synda mein.
Ofneyslu tak þú oss einninn frá
og alla girnd er oss skaða má.
4.
Nær dagur þessi nú líður hér
og næturtíminn kominn er
að vér allir þér þökkum þá,
þú sem oss geymdir illu frá.
5.
Sætt lof sé föðurnum sjálfum téð,
hans syni og helgum anda með
sem heldur yfir oss hlífðar vörn,
honum sé eilíf þakkargjörð.