A 293 - Dagur rennur og sýnir sig | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 293 - Dagur rennur og sýnir sig

Fyrsta ljóðlína:Dagur rennur og sýnir sig
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Á undan sálminum stendur: 

Bænir og þakklætissálmar

á morgna

Og er það tilvísun til efnis næstu sálma.
Dagur rennur og sýnir sig
Með það lag sem: Dagur og ljós þú, Drottinn, ert.

1.
Dagur rennur og sýnir sig.
Sæti faðir, vér lofum þig.
Mildri náð þinni þökkum vér
þessa nótt vel oss varðveittir.
2.
Vér erum hér ei heimamenn.
Herra, í dag þig biðjum enn.
Leið oss, hjálpa og vernda vel
við lífs og andar eymd og kvöl.
3.
Stjórna þú oss með styrkri hönd
svo verk þín í oss verði kennd
og nafn þitt heilagt í oss sé,
auglýst með trúar athæfi.
4.
Svo andinn hafi yfirvald,
agi og beygi og siði hold
að það aldrei með ofurdáð
upphefji sig né hafi ráð.
5.
Drottinn, lát hann ei deyfa kvöl,
dirfð og girnd holdsins brjóta vel
svo sællífi ei lokki það
ljótar syndir að hafast að.
6.
Veit þú oss í dag klæði og kost,
kvelja lát oss ei svengd né frost.
Þín guðlig blessan gefi oss björg.
Gagnlaust er allt vort víl og sorg.
7.
Vernda þú öll vor verk og störf
svo verða megi holl og þörf
fyrir Jesúm, þinn sæta son,
sem sættir oss með sinni bón.

Föður, syni og anda sé æðst lof et cetera.*

* Sé þetta stef finnur tölvan það ekki í allri Slmabók Guðbrands (!., 2. eða 3. hluta) ATHUGA BETUR.