A 292 - Enn ein kristilig kvöldvísa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 292 - Enn ein kristilig kvöldvísa

Fyrsta ljóðlína:Í svefni og vöku sannliga vér
Viðm.ártal:≈ 0
Enn ein kristilig kvöldvísa
Má syngja sem: Af djúpri hryggð.

1.
Í svefni og vöku sannliga vér
sjálfum Guði tilheyrum.
Hvört oss dauða eða líf þú lér
leitum ei hjálpar af fleirum.
Vér þökkum þér fyrir Jesúm Krist,
þú hefur oss geymt í dag enn víst
af mildi og miskunn þinni.
2.
Frá skömm, hneisu og hrekkja nægð
og hvað, sem oss kann pína
af púkans vélum og pretta slægð,
hann plagar sem león að hrína,
leitar að þeim sem lymskur hann
með lífi og sálu að gleypa kann,
karskur með króka sína.
3.
Með gáleysi frömdum gjörvallt það
sem gjarnan skyldum iðja
að sæma þitt nafn í sérhvörn stað.
Síst vildum náungann styðja.
Vor veikleiki því veldur mest
vér höfum á öllu góðu brest
nema þín náð oss leiði.
4.
Með fúsu hjarta, faðir, af þér
fyrirgefningar biðjum
glæpa þeirra eð gjörðum vér
svo greitt í dauða miðjum.
Nú er oss vonskan næsta leið,
náð sýn oss fyrir Jesú deyð.
Vor mega það verk ei bæta.
5.
Geym þú oss allri glatan frá
undir gæsku þinnar skugga
og óvina líka ofsókn þá
í allri freistni oss hugga.
Andskotinn fer með flærðar tál,
hann frekt vill bæði lífi og sál
gjarnan glötun brugga.
6.
Þín mikla gaf því mildin há
oss myrkva nótt til handa
að hefðum vér ró og hvíldir þá
svo hressari mættum upp standa
af víli, sorgum, vesöld og þrá
sem vora líkami jafnan þjá
ár og síð í ýmsum vanda.
7.
Þýði faðir, þig biðjum vér
þú gef oss rósemd hýra
í allra sinni og hjörtu hér
fyrir hjálpara vorn hinn dýra.
Samviskunnar sárlig ókyrrð
fyrir sanna trú sé úti byrgð
og anda þinn enn skíra.
8.
Gef vorum synduga moldarserk
að sofna í friði blíðum
svo megi sú hressing að morgni sterk
mæta þess dags ástríðu.
Upplýs vor hjörtu og sálir svo
að séu þau vakandi líka þó
og til þín treysti síðan.
9.
Svo að af heilags anda náð
æ kynnum í vöku og svefni
í þínum ótta útvegu og ráð
með önd og líkama til efna,
svo að lyktum þér lendum hjá
og ljóssins börn verðum himnum á
fyrir aðstoð Jesú upphafnir.
10.
Í fullu trausti felum nú vér
oss, faðir, þér til handa
með sálu og lífi, sannur Guð, hér.
Svipt af oss háska og vanda,
hlíf þú og vernda hús og menn,
af hjarta þess biðjum allir senn
svo megi oss mein ei granda.
11.
Þér ljúfum föður sé lof og dýrð
fyrir líkn og velgjörð þína
og þínum syni að sönnu skýrð
er sig lét fyrir oss pína.
Heilögum anda og heiður sé
sem huggun við oss lætur í té,
látum hans lof ei dvína.