A 291 - Þakkargjörð og barnasöngur af catechismo Lutheri. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 291 - Þakkargjörð og barnasöngur af catechismo Lutheri.

Fyrsta ljóðlína:Guð minn faðir, eg þakka þér
Viðm.ártal:≈ 0
Þakkargjörð og barnasöngur af catechismo Lutheri.
Má syngja sem: Christe qui lux.

1.
Guð minn faðir, eg þakka þér
þinn son Jesúm að gafst þú mér.
Umliðinn dag mig leystir vel
frá lífs og andar eymd og kvöl.
2.
Eg bið þig að forlátir mér
allar syndir og misgjörðir
sem móti þér á allan veg
í dag rangliga gjörði eg.
3.
Þína miskunn eg þar með bið,
þessa nótt veit mér vernd og lið.
Í svefni og vöku veit mér frið,
voða og ógn mig skiljir við.
4.
Eg fel í þína helgu hönd
hold mitt, sæmd, vini, eign og önd.
Engill þinn sé mér ætíð hjá,
andskotann lát ei til mín ná.