A 290 - Enn einn bænar lofsöngur á kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 290 - Enn einn bænar lofsöngur á kvöld

Fyrsta ljóðlína:Sólarljós nú fer burt brátt
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Enn einn bænar lofsöngur á kvöld
Má syngja sem: Christe qui lux.

1.
Sólarljós nú fer burt brátt
byrjar því aftur dimma nátt.
Eilífi Guð, vort andar ljós,
ævinliga þú sért hjá oss.
2.
Þú ert vor heill og vonin sterk,
verndar og blessar öll þín verk.
Ef þú veitir oss ekki hlíf
enginn kann stoða sál né líf.
3.
Óvini höfum marga mjög,
meintaka oss á allan veg.
Sért þú oss ei í svefni hjá
svik og heift þeirra reynum þá.
4.
Oss og allt vort þér offrum vær
að þér tak oss nú, faðir kær,
svo óvin gjöri oss eigi tjón,
annars höfum ei hjálpar von.
5.
Blessa oss fyrir Jesúm Krist,
annars dugir vor vinna síst.
Hjá þér fái oss sínum sátt
svo að morgni þig heiðrum hátt.
6.
Þessa kvöldfórn þér færum nú,
faðir vor Herra, þiggir þú
fyrir Kristum, þinn kæra son,
kvittandi oss með sinni bón.