A 289 - Hymn. Jesu redemptor seculi. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 289 - Hymn. Jesu redemptor seculi.

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Viðm.ártal:≈ 0
Hymn. Jesu redemptor seculi.
[Nótur]

1.
Jesú frelsari fólks á jörð,
föðursins hæsta eilíft orð,
ljós þess ljóssins, sem enginn sér,
svefnlaus hirðir þeim treysta þér.
2.
Þú sem skapari allra ert,
aðgreining tíma hefur gjört.
Mannsholdið daglig mæða lýr
með næturhvíld því næring býr.
3.
Hold vort líður nú hryggð og kvöl,
hérvist mannlig er lítil* dvöl.
Sofni líkaminn sætt með frið
sálin í Kristó vakni við.
4.
Með auðmýkt biðjum allir nú
að oss frá óvin frelsir þú
svo komist ei að kristinni þjóð
sem kvittaði þitt blessað blóð.
5.
Herrann Jesúm vér heiðrum einn,
hjálpari vor er ei annar neinn.
Hann gaf oss líf og leysti önd.
Lof sé honum á hvörri stund.
Amen.

* 3.2 Leiðr. eftir 1619. Eyða er hér í 1589 þar sem "e" á að standa.