A 288 - Hymn. Te lucis ante terminum. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 288 - Hymn. Te lucis ante terminum.

Fyrsta ljóðlína:Eftir Guðs vilja gengur það
Viðm.ártal:≈ 0

Hymn. Te lucis ante terminum
.

1.
Eftir Guðs vilja gengur það,
sú góða nótt oss líður að.
því dagur þessi þrotinn er,
það myrkur og svefn nú eftir fer.
2.
Undandrátt allan af skal slá
að þakka þennan dag sem má.
Guð hefur vor gætt með gæskumátt
góðliga og er því hjartað kátt.
3.
Þar liggur oss mest maktin á
mildan Guð biðjum hjá oss stá
að andskotans ógnir öngvar skjótt
yfir oss komi þessa nótt.
4.
Þig biðjum vér með þeirri trú
því að faðir vor sannur ert þú.
Gjör eftir þinni góðri lund,
geym vor um þessa náttarstund.
5.
Lof, æra sé föður lögð og téð,
líka hans syni Jesú með
þeim helga anda heiður sá
að hvörgi finnist endir á.