A 287 - Enn einn bænalofsöngur á kvöld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 287 - Enn einn bænalofsöngur á kvöld

Fyrsta ljóðlína:Nú hefst nóttin og hylur dag
Viðm.ártal:≈ 0
Enn einn bænalofsöngur á kvöld
Má syngja með sama lag.

1.
Nú hefst nóttin og hylur dag
hvör mann skilst við sitt vinnulag.
Guð láti oss vel ganga það
að gæta vor með sinni náð.
2.
Af nótt og myrkri ógn og fár
almenniliga jafnan stár.
Son Guðs, vak þú og sjá vorn hag.
Sú vernd nægir oss nótt og dag.
3.
Leys oss alla af löst og synd
til leiðréttingar veit oss stund.
Gef oss visku að göngum vér
grandvarliga svo líki þér.
4.
Forða þú hvíluflekkun við,
fylgja lát þú oss hreinum sið.
Banna að spilli vorri værð
vondir draumar og djöfuls flærð.
5.
Hvörs sem nú framar biðja ber
bræðrum kristnum og sjálfum mér,
líknsami Guð, þú lít þar á
og lát oss þína miskunn fá.
6.
Föður, syni og anda sé
æðst lof, dýrð, heiður eilífi
sem í upphafi er og nú
ævinliga sé virðing sú.