A 283 - Ein andleg vísa um þjónustufólk að það þjóni með dyggð og hollustu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 283 - Ein andleg vísa um þjónustufólk að það þjóni með dyggð og hollustu

Fyrsta ljóðlína:Afhald og skraut það öngvum líst
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Ein andleg vísa um þjónustufólk að það þjóni með dyggð og hollustu
Með lag: Væri nú Guð oss ekki hjá.

1.
Afhald og skraut það öngvum líst
að þjón og ambátt vinna
fyrir Guði þó virðist víst
vols heimsins langtum minna.
Sá hvörs manns holla þjónustu
hér launar og að eilífu
eftir sögn orða sinna.
2.
Hlýðin, dygg og holl vinnuhjú
heiðrandi Guð, vorn Herra,
hvað rétt þjóna í ást og trú
yfirboðurum þeirra.
Allt það er Guði sjálfum gjört,
greinir postulinn oss það bert,
þau heilög góðverk gjöra.
3.
Af Guðs anda postulinn Páll
predikar svo og býður:
„Holdligum herrum hlýða skal
hvör þjón sem er með yður.
Í hræðslu, trú og hollustu,
hreinu lyndi og einföldu
sem sjálfum Kristi hans lýður.“
4.
Yðart vinnulag vandi þér,
virðið ei nálægð sjónar,
sú af mönnum alleina sér
elsku og launa vonar.
Guðs vilja þennan gjörið rétt
með góðum hug í yðar stétt
sem dyggvir Drottins þjónar.
5.
Af góðum vilja vinna skalt,
virða það rétt og vita
að þínum Guði þjónar allt,
þarft ei á menn að líta.
Þræll eður frjáls, sem þjónar hér,
þess skal af Guði vænta sér
vel launar vinnu nýta.
6.
Herra Guð, veit oss hjálp og náð
að heilagliga sé framin
í hverri stétt þín orð og ráð
um allan kristindóminn.
Af hreinni trú að þóknist þér
þjónum af elsku, hvað oss ber
fyrir Jesúm Kristum. Amen.