A 282 - Um hjónabandsstétt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 282 - Um hjónabandsstétt

Fyrsta ljóðlína:Faðir, sonur, andi heilagi
Viðm.ártal:≈ 0
Um hjónabandsstétt
Má syngja svo sem: Frá mönnunum.

1.
Faðir, sonur, andi heilagi,
eilíf Guðs þrenning eina,
alla hluti í upphafi
gjörði góða og hreina
þá skapaði af moldu mann,
með sinni líking prýddi hann
og setti í sælu sína.
2.
Guð sá að manns ei var meðhjálp nein,
mátti þó einn ei vera,
sofandi tók hans síðubein,
svo vildi kvenmann gjöra.
Setti þau yfir allan heim.
Í blessun sinni býður þeim
aukast og ávöxt bera.
3.
Hjónaband er af Herra Krist
heiðrað og styrkt af honum.
Í brúðkaupi lét kraft sinn fyrst
kunnugan verða sjónum.
Vín hefur þar af vatni gjört,
vottað með þeirri aðstoð bert,
huggun og vernd sé hjónum.
4.
Sá nú lifir í soddan stétt
og sig vill þar til gefa
hann skal minnast og hugsa rétt
hvörninn þar á að lifa.
Með Guðs ótta og heiðri hér
heilaglegana kristnum ber
sitt ker til eignar að hafa.
5.
Kvinnan óttist sinn eiginmann,
elsku og heiður veiti,
hlýði en ei óvirði hann
og yfirráðum neiti.
Herra sinn manninn halda skal,
hans stjórn láti sér ráða vel.
Í þögn að lærdóm leiti.
6.
Eiginkvinnu skal elska hvör
eftir postulans ráði
með hreinni trú sem Herra vor
helga kristni elskaði.
Á sinn líkama saklaus tók
sárapísl fyrir hennar sök,
gaf henni öll sín gæði.
7.
Skynsamligana sérhvör mann
við sína konu búi.
Hvað á veikt kerkorn vanta kann
vægi og til besta snúi.
Sínum föður og móður má
maður þess vegna hverfa frá
svo að henni sig hneigi.
8.
Hjónin skulu á hvörri stund
helst í Guðs ótta standa.
Líf og góss fela honum í hönd,
hreint framferði vel vanda.
Uppala börn í sæmd og sið
svo þekki, dýrki, lofi Guð
og eflist hans samkunda.
9.
Nær neyð og hörmung hjónin fá
hug sinn skulu ei pína.
Kristum Guðs son þau kalli á,
kæri honum þjáning sína.
Hann er sá sanni hjálparmann
hvör vín af vatni gjöra kann.
Hjónum vill hjástoð sýna.
10.
Leið þú, Drottinn, frá löst og synd,
að lifi sem býður sóminn,
hvörn mann, sem byrjar hjónaband,
heldur og er þar til kominn.
Þeirra góssi, sæmd, sál og líf
sértu blessan og voldug hlíf
fyrir Jesúm Kristum. Amen.