A 277 - Enn ein bænar vísa í mót páfans selskap gjörð eftir Faðir vor | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 277 - Enn ein bænar vísa í mót páfans selskap gjörð eftir Faðir vor

Fyrsta ljóðlína:Herra himneski faðir
Viðm.ártal:≈ 0
Enn ein bænar vísa í mót páfans selskap gjörð eftir Faðir vor
Má syngja sem: Vak í nafni vors Herra.

1.
Herra himneski faðir,
heyr þinna barna bón.
Ástríða þung oss mæðir,
aftak nú þetta tjón.
Virðst þín börn vel að næra,
við hungri forða þeim.
Lát oss ei frá þér færa,
falskenning aldrei læra
að lifum í öðrum heim.
2.
Helgist nafn þitt, ó, Herra,
hjá oss þitt ríki sé.
Margur jafn þér vill vera,
virtur af makt og fé.
Framfall sér fórna lætur,
fót sínum veita koss.
Hitt kenndi son þinn sætur,
sjálfur þvo sinna fætur.*
Auðmýkt sýnandi oss.
3.
Þá Jesús sínum sveinum
svo hafði öllum gjört
að héldu soddan greinum
síðan þeim kenndi bert:
„Eg, meistari og Herra
yðar, þó fætur þvó,
eins skuluð gjarnan gjöra
góðfús hvör öðrum vera
í auðmýkt elskast svo.“
4.
Frelsarinn frið oss gefur
frá dauðum upprisinn,
hvörn stað það hjá þeim hefur
heyra og reyna menn.
Með brennu, ráni og morði
mest eyða byggð og fé.
Andligir menn í orði
óspekt þó sér ei forði,
hvör keppist helstur sé.
5.
Hans sveinar Herrann frétta
hvör þeirra æðstur var.
Kristur kunngjörði þetta,
klárliga andsvarar:
„Hvör yðar sem er hæstur
hann verði allra þjón.
Sá barns auðmýkt er næstur
í því ríki er stærstur
sem stjórnar mannsins son.“
6.
Hér með ei hafa máttu
herradóm yfir þjóð.
Krists postular ei áttu
að bera gull né sjóð.
Páfa þau boð ei baga
byskup og kardinal.
Stjórn manna, lands og laga,
líka ránsfé sér draga,
á þörf þá skorta skal.
7.
Þinn vilji á jörð verði
eins og á himnum sést.
Amos spá klárt kunngjörði
komandi hungur mest
yfir veröldu alla,
eigi þó brauðs né víns.
Hefnd Guðs má mestu kalla
missir helgra guðspjalla.
Lít á neyð lýðsins þíns.
8.
Brauð vort í dag oss gefir
og forlát vora skuld,
meinlausum, Herra, hlífir,
heft óguðligra völd.
Lít hvað lengi þeir pína
lýð þinn á allan veg,
ei láta illsku dvína,
iðkandi fégirnd sína,
sannleik mótfalla mjög.
9.
Brauð, sem Amos um talar,
er Guðs sannleiki sá.
Þitt orð uppheldi sálar
oss jafnan næra má.
Lengi hafa það lastað,
lygar, ágrind og vél,
harðliga niður hastað,
hylmt og til baka kastað
sem segir Esekíel.
10.
Oss af syndum svo kvitta
sem sekum vægjum nú
ef ýfa oss og pretta.
Í freistni ei leið þú
svo hendur öngvan hvekki,
hefnd varist, slög og rán
og boð þín brjótum ekki
né bræði trúna flekki.
Frels oss af allri smán.
11.
Ó, Guð, frá eymd og fári
oss leið með sterkri hönd.
Guðs sonur, vor græðari,
geym jafnan vora önd.
Í iðrun oss tilreiðir
þá endum þetta líf.
Blessun yfir oss breiðir,
burt til fagnaðar leiðir.
Vert þú vor hvíld og hlíf.
12.
Amen, það er hið síðsta
í bæn og þakkargjörð.
Varist þér vel pápista,
þeir vargar tvístra hjörð,
kristni keppast að baga,
kvelja, eyða og slá,
í bein hana upp naga,
ull og mjólk frá oss draga.
Herrann vor hefnast á.

* 2.8 Rétt lesið: þ.e. fætur lærisveina sinna.