A 267 - Konung Friðereks lofsamligrar minningar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 267 - Konung Friðereks lofsamligrar minningar

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Viðm.ártal:≈ 0
Konung Friðereks lofsamligrar minningar
Symbolum: Mitt hop til Guðs alleina
[Nótur]

1.
MITT HOP og öll mín trú og traust
til Drottins er alleina.
Sá trúi Guð mér gleymir síst,
gleður mig orð hans hreina.
Hann hefur sinn son eingetinn
í fórn fyrir mig gefið.
Með sínum deyð
úr allri neyð
innleiðir hann mig í lífið.
2. TIL Jesú leita eg og bið
á þessum efsta tíma.
Af náð viljir oss veita frið
og vernda kristni þína
sem ásækist af Satan mest
sárliga mjög og víða.
Þín helgust orð
hjá þinni hjörð,
Herra, lát jafnan bíða.
3. GUÐS ALLEINA er lof og dýrð
af þinni náð, minn Herra.
Léstu mig anda þinn og orð
arfa þíns ríkis gjöra.
Veit mér aðstoð, eilífi Guð,
í útför minni frá heimi.
Þín milda hönd
við minni önd
meðtaki þá og geymi.