A 266 - Konung Kristjáns hins þriðja yfir Danmerkur og Noregs ríki | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 266 - Konung Kristjáns hins þriðja yfir Danmerkur og Noregs ríki

Fyrsta ljóðlína:Til Guðs mitt traust alleina er
Viðm.ártal:≈ 0
Konung Kristjáns hins þriðja yfir Danmerkur og Noregs ríki
Symbolum: Traust mitt til Guðs eins, ei annars neins
[Nótur]

1.
Til Guðs mitt traust alleina er,
angri kann af mér venda,
lukku og neyð, sem hlýt eg hér,
hann einn veit eg mér senda.
Þess vegna eg til enda skal
á hans gæsku mig reiða.
Máttug hönd Drottins mína sál
mun til fagnaðar leiða.
2.
Annars engin er náðar von
nema af þeim eg treysti.
Jesús Kristur, Guðs einka son,
af allri synd mig leysti.
Sá braut og eyddi Satans mátt
svo aldrei kann mér granda.
Því skal á Drottni dag og nátt
djarfliga von mín standa.
3.
Ei neins háttar happ eður kvöl
hug minn skal mega græta.
Á Jesúm Krist eg vona vil,
hann vill minn mótgang bæta.
Í Herrans nafni hægt með frið
hvílast þá stund er komin.
Síðan hans lúður vakna við
í eilífri gleði. Amen.