A 264 - Iðrandi manns bænar lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 264 - Iðrandi manns bænar lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Miskunnsami og góði Guð
Viðm.ártal:≈ 0
Iðrandi manns bænar lofsöngur
Með lag: Halt oss, Guð, við þitt h. o.

1.
Miskunnsami og góði Guð,
gæt að eymd vorri, kvöl og nauð.
Í vorum mátt er engin von,
á lít oss fyrir Kristum þinn son.
2.
Manns náttúra er aum og blind,
erft hefur það af Adams synd.
Síðan er maður syndaþegn
sannráðinn undir dauðans megn.
3.
Mannlig ástundun æsku frá
ávallt girnist það verra á.
Allt hans réttlæti er þér leitt
eins og mjög saurugt klæði eitt.
4.
Hlýða vill þér ei holdligt skyn,
haldið getur ei vilja þinn.
Þér einum hét að þjóna rétt
þó hyllist djöfuls ráð og prett.
5.
Upplýsi oss ei andi þinn,
í Krists samneyti ei leiðir inn.
Öll störf og mæða er þá týnd,
ekkert finnst nema heift og synd.
6.
Af þinni náð nú vitum vér.
Vorar syndir og misgjörðir
beiðunst vægðar með ljúfri lund.
Leys þú oss, Drottinn, af allri synd.
7.
Þú hræðist öngvan manna mátt,
metur ei þeirra tignar hátt.
Viljir þú í dóm við oss gá
voðligana til horfist þá.
8.
Af mannskepnum er engin fróm,
af því hræðunst þinn dýra dóm.
Öngva höfum vér hjálparvon
ef hlífir oss ei þinn sæti son.
9.
Upp á þín orð vér vonum mest,
verndar þú oss og hjálpar best.
Óstraffanliga oss tilbýr
allt til þess hefst þinn dagur dýr.
10.
Þar til þú hefur í Jesú Krist
oss frá dauða og djöfli leyst,
náð og réttlæti veitt oss vel,
vís er fögnuður vorri sál.
11.
Útvalningar ei iðrast þú,
um það vottar þín kenning trú.
Hollur ert oss og gæskugjarn
sem einn góður faðir við sitt barn.
12.
Sýn oss miskunn og send oss ráð
svo jafnan þóknist þinni náð.
Set oss í Kristi samneyti,
síðan erfingja í dýrðinni.
13.
Lát þú oss gleðja anda þinn
af því hann heitir huggarinn,
að með trú, von og elsku styrk
andskota sigrum og öll hans verk.
14.
Þér til heiðurs í þinni tryggð
þjóna lát oss með allri dyggð,
að í elsku og hlýðni hér
hlaup vort guðliga endum vér.
15. Þér, Guð faðir, sé sungin dýrð,
syni þínum og þakkargjörð
helgum anda á himni og jörð,
heiður og lof af þinni hjörð.