A 260 - Í móti þeim háskasamligum sálar óvinum, heimi og andskota | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 260 - Í móti þeim háskasamligum sálar óvinum, heimi og andskota

Fyrsta ljóðlína:Guð, veit mér þína gæskunáð
Viðm.ártal:≈ 0
Í móti þeim háskasamligum sálar óvinum, heimi og andskota*
Með það lag: Má eg ólukku ei

1.
Guð, veit mér þína gæskunáð,
gef hjálp og ráð
svo megi mig efinn ei æra.
Mörg þúsund óvina þyrpa skal
í þetta tal,
þeir vilja mig frá þér færa.
Heimurinn prett
hefur mér sett
og holdið spillt
í voða villt.
Vil eg það fyrir þér kæra.
2.
Djöfull er fyrstur fús á slægð
með flærðar nægð,
gjörir hann hverki að hylja.
Þó gefur enginn gaum þar að,
glóar á það,
svo kann sá drenginn dylja
í fríðri mynd
en fullur af synd
felur hann sig
að svíkja mig.
Vill mig við skaparann skilja.
3.
Við þeim morðingja vernda mig,
vor Guð, eg bið þig,
hreint í mér hjarta gjörðu.
Byggir þú ei sjálfur þetta hús
þá er fjandinn fús
að fella það niður að jörðu.
Hvar missi eg víst,
Herra Jesú Krist,
þinn hjálpardrykk
við þennan þykk
þá mæti eg meir[2] en hörðu.
4.
Stattu mér, Drottinn hæsti, hjá
héðan í frá
allt til míns aldurs enda.
Vísliga skal eg voga þar á
sem mest eg má.
Miskunn viltu mér senda.
Sú von er traust,
víl læt eg laust,
veraldar stærð
og fjanda flærð
frá þér ei má mér venda.
5.
Þótt heimsins megn og djöfla drótt
dragi saman ótt
vélræði svika sinna
hlífð veitir þú og hvíldarvist.
Herra Jesú Krist,
allt kanntu yfirvinna.
Vík eg á burt,
veit eg ei hvört.
Verður öllum eytt,
hug hrellir[3] ei neitt.
Hjá þér læt eg mig finna.
6.
Herrans dagur mun hefjast snart,
hefnir óspart
lýð sem hans lærdóm hrekja
og trúa ei í allri neyð
á þig, vor Guð.
Synd þeirra síst munt þekja.
Eyðir þeim kvöl
og eilíft böl.
Alvaldur minn,
mig þrælinn þinn
í Kristó virðstu upp vekja.
7.
Þú sanni Guð, munt þyrma vel
þínum Ísrael
á hinum efsta degi.
Guðlausir heyri harðan dóm
með hvellum róm
sem þig nú elska eigi.
Eilífu náð,
allsherjar ráð,
ákalla eg þig,
heyr, Herra, mig,
eign þína eg mig segi.

[1] Bragarháttur hefur verið borinn saman við þýska frumtextann og honum er fylgt í þýðingunni.

[2] Leiðrétt eftir 1619, "meiri" stendur í 1589.

[3] Rétt lesið, 1619 hefur líka "hrellir".