A 246 - Hugbót í sótt og mótgangi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 246 - Hugbót í sótt og mótgangi

Fyrsta ljóðlína:Öll Guðs börn hughraust verum vær
bls.Bl. CLXXIr-v
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Hugbót í sótt og mótgangi
Með tón: Væri Guð oss nú ekki hjá.

1.
Öll Guðs börn hughraust verum vær,
vílunst í öngvan máta
að Herra Guð vor heim vitjar
heldur skulum því játa.
Forþént höfum vér hirting þá
hvör maður við því ganga má,
enginn kann sig afbata.
2.
Því gefum oss á þína náð.
Þú ert vor kæri faðir,
velferð, uppheldi, vernd og ráð.
Vor hlífð er tál og skaði.
Hold vort og líf í heimsins dvöl
hlaðið er alls kyns eymd og kvöl.
Hjá þér er von á fagnaði.
3.
Hveitiskorn öngvan ávöxt ber
ef ei fellur í jörðu.
Vort jarðneskt hold svo einninn er
utan að moldu verði.
Svo komum vér í sanna dýrð
sem Jesús tilbjó sinni hjörð.
Hans dauði heill að gjörði.
4.
Fúsir skiljum við hættan heim,
hann er vor raunastaður.
Eitt sinn fer hvör frá eymdum þeim.
Ókvíðinn er sá maður
sem sofnar eins og Símeon.
Sannliga trúði á Guðs son.
Sá mun af ganga glaður.
5.
Sjá vel um þína sál og líf,
sjálfur Guð vill þig geyma.
Hans varðhaldsenglar vissa hlíf
veita þér alla tíma.
Eins sem hænan sín ungakorn
elskar, fóstrar og veitir vörn
svo leiðir Guð oss auma.
6.
Vér erum hans eign og eigin hjú
hvört vökum eða sofum.
Á Kristi stendur öll vor trú,
öfluga vernd því höfum.
Adam fékk oss í dauða leitt
en Jesús lausn og blessun veitt.
Hans nafn heiðrum og lofum.