A 238 - Enn ein syndajátning | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 238 - Enn ein syndajátning

Fyrsta ljóðlína:Heyr mig, hæstur Herra
bls.CLXII-CLIIr
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt: AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
Enn ein syndajátning
Má syngja sem: Herra himins og landa.

1.
Heyr mig, hæstur Herra,
heilög þrenningin fróm.
Þín vegsemd víst ei þverrar
voldug að mínum dóm.
Dýrðarligur Drottinn,
dásamur, þrennur og einn,
fyrir þinn mætan máttinn
mun þér ei líkur neinn.
2.
Raunar má eg reikna,
réttlátur Guð minn hér,
síðan satt uppteikna
sannliga fyrir þér.
Hvörsu heimur þessi
hættliga prettar mig.
Í vondum synda sessi
sárt heldur mér í ríg.
3.
Á móti þínu boði
beint hefi eg brotið þrátt.
Í ljótu lasta flóði
af lífsins öllum mátt,
hjartans girnd og gjörðir,
grannt munt þú vita það,
greiða mínar ferðir
í grimmdarfullan stað.
4.
Frá fæðingu, faðir,
fárliga illt er slíkt,
hef eg á mig hlaðið
harla syndunum ríkt.
Þér úr hjarta glatað
og þínum vilja með.
Minn samkristinn hatað
svo mitt má gráta geð.
5.
Nú vill sálin heldur
særast á margan hátt.
Voðanum að veldur
víst bæði dag og nátt
minn ormasekkur aumur
einatt þó hreyki sér.
Grimmur glæpa taumur
gjörvöllum stýrir mér.
6.
ÞORir kroppurinn keppa,
svo kynja má mann það,
heimsins sóma ei sleppa.
Hafast hvörs kyns að
þar til múlann maðkar
og minnkar mannsins dramb.
Öndin aum þá flakkar
í fjandans feikna grand.
7.
VALDSins veraldarstéttum
vil eg því ráða nú
og segja satt í fréttum
af minni sannri trú.
Hafni jafnan heimi
og holdsins allri lyst,
Guðs réttlæti geymi
og gæti að himnavist.
8.
SONinn hefur oss sendan
sætur faðirinn víst,
sinni kristni kenndan
kærastan Jesúm Krist.
Leysti hann lýða sveitir
með líknarblóði sín,
náðir nýtar veitir.
Nú bið eg komi til mín.
9.
Eg vil feginn falla,
faðir, til fóta þín.
Á þig með alúð kalla
æ sem á himnum skín.
Lát mig lausnarans njóta
og lýtin minnst ei á,
heiður og hamingju hljóta.
Hjá þér svo ríkið fá.
10.
Lof sé ljúfum Drottni
langt yfir alla fram.
Heiðurinn hans ei þrotni,
hver æski þess er kann.
Verndi hann sína valda
frá vélum öllum hér.
Um allar aldir alda
eilíft líf hreppum vér.
Amen.