Hveravellir 2004 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hveravellir 2004

Fyrsta ljóðlína:Létt er golan á lognværu kveldi
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:2004
1.
Létt er golan á lognværu kveldi
líða myndir um Eyvindarrúst.
Bakvið himininn bleikan af eldi
blikar héla á sérhverri þúst.
2.
Líða skuggar um lautir í fjöllum
leikur Öskurhóll drynjandi raust.
Þannig er kvöldið á Hveranna völlum
þegar komið er langt fram á haust.