A 230 - Andleg iðranarvísa út af þeim glataða syni Lúk. XV [15] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 230 - Andleg iðranarvísa út af þeim glataða syni Lúk. XV [15]

Fyrsta ljóðlína:Snú þú aftur, hinn ungi son
bls.Bl. CLVIr-v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Andleg iðranarvísa út af þeim glataða syni
Lúk. XV [15]
Má syngja sem: Halt oss, Guð, við þitt hreina.

1.
Snú þú aftur, hinn ungi son,
ofmjög gjörðist þú synda þjón.
Fórst undan þinni föðurs hönd
fjarlægur mjög um annarlig lönd.
2.
Níðliga gekkst þú eignum að,
etur nú því með svínum draf.
Af súpi því ei seðjast mátt,
sult og megurð því líður þrátt.
3.
Þín helgiverk og hræsnistrú
hjálpað geta þér ekki nú.
Huggun vildir þú feginn fá,
finnast af þessu aldrei má.
4.
Þíns föðurs hjú vel hjálpast öll,
hús hans eru af góssi full.
Fólk, sem varðveitir vilja hans,
velferð nógliga fær til sanns.
5.
Með hryggð og iðran aftur snú,
elsku þíns föðurs leita nú.
Hug þinn með munni herma skalt,
héðan af Guðs sáttmála halt.
6.
Seg: Fyrirgef þú, faðir, mér,
frekt hef eg syndgast móti þér.
Til arfs þíns á eg öngva von,
af því beiðist að eg sé þinn þjón.
7.
Fyrsta klæði og fingurgull
föðurlig ást þér veita vill.
Alinn kálf hefur ætlað þér,
allur fögnuður tilbúinn er.
8.
Forskuldun Kristí fórn og náð
friður er þér og hjálparráð.
Heill og sælu, sem hefur misst
hlýtur þú aftur og dýrðarvist.
9.
Forlít þig ei að fara heim,
framtel eymd þína, Herra, þeim.
Ef til enda órækir það
óhægt mun þér þá að finna náð.
10.
Ó, Guð faðir, vor einkavon,
aftur tak nú þinn glataða son.
Veit honum frelsi, frið og hlíf,
fagnaðarvist og eilíft líf.
Amen.