A 229 - Bæn og játning iðrandi manns Í hjartans sorg og mótgangi. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 229 - Bæn og játning iðrandi manns Í hjartans sorg og mótgangi.

Fyrsta ljóðlína:Í djúpri neyð af innstu rót
bls.Bl CLVv-CLVIr
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Bæn og játning iðrandi manns
Í hjartans sorg og mótgangi.

Má syngja svo sem: Af djúpri hryggð.

1.
Í djúpri neyð af innstu rót
á Guð skulum vér kalla.
Biðjum hans líkn um lausn og bót,
láti oss ei frá sér falla
og hlífi oss við hefnd og kvöl.
Hans guðlig náð oss kvitt vel við
synd og illsku alla.
2.
Líknsami faðir lít til vor,
liðlausir aumir vér erum
því sú misgjörð er mörg og stór
með hug, hönd, munni gjörum.
Gef þú oss náð svo iðrunst hér
að sáluhólpnir verðum vér
í Jesú Drottni vorum.
3.
Svo mörg og stór er illgjörð mín,
ei vinnst mér alla að játa,
þó er miskunn og mildi þín
meiri í allan máta.
Hennar girnunst og viljum vær,
vilt þú sannliga, faðir kær,
orð þín ei bregðast láta.
4.
Aldri vilt þú að aumur mann
í sínum syndum deyi
heldur löstu af leggi hann
og lifi á þínum vegi.
Halt oss í trúnni, Herra Guð,
hjálp oss svo að eilífur deyð
í syndum sigri oss eigi.
5.
Fyrirgef, leys og líkna oss,
líð við oss auma og veika.
Þinn son Jesús Kristur á kross
kvittað hefur oss seka.
Veit þína miskunn vorri önd,
vernda þú oss með styrkri hönd
fyrir þeim forna dreka.
6.
Ef í rétt vildir við oss gá
vægðarlaust um oss dæma,
hræðiliga þá horfist á,
hvör forsvarar oss auma?
Sjá oss með miskunn, sanni Guð,
sýn oss aftur þá réttu leið
til kristninnar að koma.
7.
Því offrum vér oss auma nú
með iðrun veiktir erum,
í skaut þitt, Guð, oss upptak nú
svo örvilnun ei gjörum.
Hughreysti gef oss, Herra kær,
hræsni og svik að forðust vær.
Ok þitt tökum og berum.
8.
Segja lát oss þín sætu ráð,
samviskan þau vel hljóti,
fyll vor hjörtu með frið og náð
fagnaðar þíns svo njóti.
Við þig hefur oss son þinn sætt
og syndir vorar allar bætt
þá náð oss aldrei þrjóti.
9.
Hjartans rót vora helga nú
halt oss við kristindóminn
svo fast stöndum í sannri trú
sem nú er til vor komin.
Sjálfur styrk oss í sannleik þeim
svo lífs kórónu í öðrum heim
erfa mættum vér. Amen.