A 225. - Ein bæn og játning til Guðs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 225. - Ein bæn og játning til Guðs

Fyrsta ljóðlína:Á þig alleina, Jesú Krist
bls.Bl. CLIIr-v
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Ofan við sálminn  er bókahnútur og neðan hans þessi fyrirsögn: 

Um iðranar yfirbótina

Sálmar og lofsöngvar

sem vísar til efnisins sem næstu sálmar snúast um.

 

Ein bæn og játning til Guðs
[Nótur]

1.
Á þig alleina, Jesú Krist,
er mín von hér í heimi.
Hlífð þín gjörir mig hólpinn víst
hjástoð annarri eg gleymi.
Frá öndverðu var enginn sá
og aldrei heldur fæðast má
sem kvittað fái mig kvölum frá.
Kalla eg þig á,
hjálp þinni lát mig, Herra, ná.
2.
Mín synd er þung,
og þó mjög mörg,
þrengir það hjarta mínu,
frelsa mig við það fár og sorg
fyrir þinn dauða og pínu.
Við sjálfan föður mig sáttan gjör
sem fyrir mig ei þyrmdi þér
við syndaklif því kvittur er.
Kriste, halt nú hér
líkt sem þú virðist lofa mér.
3.
Gef þú mér, Jesú græðari minn,
glóandi trú og hreina
svo að eg náð og sætleik þinn
sannliga mætti reyna.
Öllu framar að elska þig
og náungann sem sjálfan mig
að framför mín sé friðsamlig.
Forða mér heljar stig,
lát djöfla, girnd ei gleðja sig.
4.
Heiður sé Guði á himnatrón,
hæstum föður alls góða,
og Jesú Krist hans sæta son
sem leysti oss frá voða,
helgum anda með sama sið
sem ætíð veitir kristnum lið
að ást og trú oss auki við
í þessa heims tíð,
síðar eilífan eignust frið