A 223 - Ein kristilig og merkilig andlig vísa og samtal syndugs manns og Kristí, og hvörninn að sá hinn syndugi fær um síðir hans náð og miskunn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 223 - Ein kristilig og merkilig andlig vísa og samtal syndugs manns og Kristí, og hvörninn að sá hinn syndugi fær um síðir hans náð og miskunn

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð faðir, þín eilíf náð, öll hefur ráð
Viðm.ártal:≈ 0
Syndarinn:
[Nótur]
1. Ó, Guð faðir, þín eilíf náð, öll hefur ráð,*
á himni og um allan heim.
Mannkyn óhlýðni felldi fyrst, frá dýrðar vist,
í Paradísar fögnuð þeim.
Með ást þó síst af horfinn vart,
jafnsnart heyrðu þín heitin góð,
þau sem Adam sagðir um það
eitt sáð kvenmanns sem kvittar þjóð.
Heyr mildi hrein hryggva rödd mín
og hirt mig ei í bræði þín.
2.
Hjartað í mér er heimskt og villt,
harðla mjög spillt
með elsku sjálfs í illri fýst.
Vit, lund, sinni er umbreytt og mergnum eytt,
af rétti Guðs, sá reiður er víst.
Lof mitt, er ei neitt til líknar mér.
Köld er og sjúk samviska mín.
Um lið eg bið, ó, Kriste kær,
hörð mjög er mín hugar pín.
Þú einn ert sá komst jörðu á,
að kvitta oss öllum kvölum frá.

Kristur:
[Nótur]
Syndari, orð þín ei heyri eg,
mig móðgar mjög
með orð og verk um alla stund.
Hvört tré sem illan ávöxt ber
eflaust spillt er,
allt þitt hjarta er hlaðið synd.
Heimsart og skart þér þóknast best,
þar sést, af Guði ertu síst.
Þín vild og snilld
er holdligt skyn,
launin synda er dauðinn víst.
Réttlátur mann, lausn varla fann,
guðlausum hvörninn ganga kann?

Syndarinn:
Kriste, mín von er öll á þig,
ei dæmdu mig
makliga eftir minni gjörð.
Ó, Davíðs son,
auðmýkt var stór að komst til vor,
leystir af syndum lýð á jörð.
Ei er læknir ósjúkum lið,
fékk frið á krossi illvirkinn.
Án þín enginn frið og forsvar oss fær,
einn ert forlíkarinn.
Lamb Guðs þú ert,
sem til vor fórst, á þig tókst
allt ranglæti vort.

Kristur:
Syndari, hjartað eg hafa vil, hræsni fráskil,
mjúkmæli og manngreiningar.
Allir sem Herra Herra Krist
hér kalla víst
ganga ei til Guðs fagnaðar.
Það tal, þó mál heiðri ljóst, er brjóst
fjærri mér furðu langt.
Svo var orðkær Júdas,
en þó samt bjó,
hatur í huga strangt.
Fyrir því fann fár, kvöl og bann,
svo einninn Símon galdramann.

Syndarinn:
Kriste, þig enn ákalla eg, af öllum hug
sem kanverska kvinnan gjörði best.
Þitt hjarta mjúkt við alla er,
uppreisn veittir Páli sem
þig ofsótti mest.
Guð minn, til þín hug mínum snú, kom nú,
þú ert mín hjálp og heill.
Án þín enginn aðhyllist þig,
lít mig annars í deyð eg fell.
Slík kvöl og neyð Kain of bauð** og kóngi Sál
þá firrðust Guð.

Kristur:
Syndabyrði þig fær mjög þjáð, þrýtur öll ráð,
blæktandi lauf þig blygða kann.
Dirfst ei að þreyta dóm við Guð,
þó djöfli með
í kvöl vítis þér kasti hann.
Mjög breið er leið til töpunar, því þar
um gengur fólkið flest.
Mörg þjóð kölluð í fyrstu er, svo fer,
útvöld fæst síðar sést.
Guð greinir mjög þá aumka eg,
mín náð þyrmir ævinleg.

Syndarinn:
Kriste, strax sem syndugur mann, sanniðrast kann,
misgjörðir hans ei minnist þú,
því glötun syndugs ei girnist á,
gjarnan vilt sjá,
að leiðréttist og lifi svo.
Lít son sem von, arf átti síst, þá snýst
hjá föður fékk hann náð,
og sú aum frú, er hórdóm braut, lausn hlaut,
bauðst sitt að bætti ráð.
Þitt boð það er, á knýi þér, upplúkast skal,
því treystum vér.

Kristur:
Syndari, náð mín þýðist þig, það vottar sig,
þín öflug trú á orðin mín.
Finna skalt mína fylgd og ást,
friðar það skást,
samviskuna og sálar pín.
Þú skalt ávallt þinn lampa sjá, þar á,
trúar viðsmjör ei átt.
Haf nú þá trú. Eg kann og vil
alheil að önd þín verði brátt.
Gjörir þá grein Guðs miskunn ein
fyrir trú verða hjörtun hrein.

Syndarinn:
Kriste, mín trú er á þín heit,
eitt það mér veit,
hjálp minni veiktrú, Herra kær.
Og brjóttu ei brákaðan reyr,
bæt jafnan meir veika trú mína og vert mér nær,
sem þú vilt nú verður mín sál alheil.
Án þín er hjálp ei nein,
framber í mér mild orðin þín, að mín
sjúk önd sé heil og hrein.
Miskunn mér send,
mín auma önd illa kvelst af óvinarhönd.

Kristur:
Kristni mann, trú þín mjög stór er, mín náð vill þér
allt verði eins sem er þín trú.
Manna lærdóm ei lútir að, lygi er það
full af svikum er flærðin sú.
Snú þér, kom hér öll orð mín halt, æ skalt,
halda þér hart við Guð og tjá,
ást hjá náungum bert,
hreinn sért af synd og far í frið.
Oftar ei brjót, ef rífur bót,
ending verri fá upptök ljót.

Syndarinn:
Ó, Guð, dýrð sé þér ævinlig,
að hefur mig frá andar dauða endurleyst.
Viljugur er minn andi frekt, en holdið tregt,
að hlýða þinni helgu raust.
Af mér takir þinn anda síst, ef snýst,
súrt er mér sætt ok þitt.
Ávallt mér hallt við orð þín hrein.
Lát ei nein vél villa hjarta mitt.
Lausnarinn minn, lærdóm þinn,
veg skal mér vísa
hvert eitt sinn.

* 1.1 Allmikil óvissa hér um braglínur og hátt!
** Virðist standa svo í 1619, opnu 160.