A 221 - Um tilkomu og ávöxt réttrar trúar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 221 - Um tilkomu og ávöxt réttrar trúar

Fyrsta ljóðlína:Banvænn til dauða borinn er
Viðm.ártal:≈ 0
Um tilkomu og ávöxt réttrar trúar
[Nótur]

1.
Banvænn til dauða borinn er,
bölvan og reiði var á mér,
mín ráð og verk ei hlífðu hér,
hjálp varð Jesús mér sýna.
Með iðrun leiða mjóa* hlið
mannkyns neyð eyddi sjálfur Guð,
í Jesú dauða fékk hann frið,
fælir mig engin pína.
Af hans uppför, anda og mátt
er guðligt ljós og fæðing veitt,
heill, líf og fögnuð hefur leitt,
hans vitjum í sál mína.
2.
Jesús Guðs lamb og ilmur hreinn,
eign mín besta og dýr gimsteinn
í hug býr mér þú, Herra, einn.
Heyr mann hvað trúan segir.
Hvör sem jafnan svo hefur Krist
holds vilja sinn afræki fyrst,
Guðs sonar boð af góðri lyst
gjörir á hvörjum degi.
Hvör svo á Jesú hefur von,
hirðir um ekkert stundligt tjón,
heims skraut er óþekkt í hans sjón,
á sandi byggir eigi.
3.
Hvör svo frá skepnu horfinn er,
hennar blekking vel forðar sér,
af hjarta Jesúm elskar hér,
öngvu þarf framar kvíða,
því andi hans er huggun stærst,
hann sigrar neyð þó gangi hæst,
sú gáfa leynt af Guði fæst,
gefst þeim þolugir líða.
Allt það án Jesú er ei par,
orð Krists hjá hvörjum rótfast var
í neyð og lukku lýsist þar,
lið Guðs og verndin blíða.
4.
Samlyndi halt og hreinan frið,
heift, styggð og kífi sjá þú við,
keppst þú að fylgja Kristí sið,
kraft fær það hjarta þínu,
guðligt réttlæti, ást og trú,
eins sem hann býður stunda þú,
gakk sem Kristur þér kennir nú,
sem keypti þig með pínu.
Sá þig uppljómar fyrir sitt orð
og setur þig í engla hirð,
lát ei svipta þig soddan dýrð
Satan með táli sínu.
5.
Ó, Jesú Kriste, oss veit náð,
að ei skaði oss djöfuls háð,
fullgjör í oss þíns föðurs ráð
svo fylgjum þér allir saman.
Enginn stenst það af eigin mátt,
ó, Jesú, kom því til vor brátt,
hlíf oss og geym á allan hátt,
um hvorutveggja heiminn.
Að þér, Guð, sem með hægri hönd
hlífir og frelsar líf og önd,
síðar erfandi lífsins lönd,
lof og dýrð syngjum Amen.

* 1.5 Er svo í 1619, opna 155.