A 214 - Hrósan og prís guðligra orða, af eftirdæmum hins Gamla og Nýja testamentis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 214 - Hrósan og prís guðligra orða, af eftirdæmum hins Gamla og Nýja testamentis

Fyrsta ljóðlína:Gleðjið yður nú Herrans hjörð
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt: aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Fyrir framan sálminn stendur: "Fyrir Guðs orð og trúna" of er það vísun til þess að næstu sálmar snúist um það efni.
Hrósan og prís guðligra orða, af eftirdæmum hins Gamla og Nýja testamentis
Má syngja sem: Fyrir Adams fall.

1.
Gleðjið yður nú Herrans hjörð,
af hjarta lof skal syngja.
Um löndin öll hans heilagt orð
hlýtur augljóst fram ganga.
Sá finnst ei mann því forða kann,
fullreynt vér þetta boðum.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
illum og svo góðum.
2.
Adam, Adam af æðstri art,
þú elsti faðir manna,
í Paradís þá fallinn vart,
fékkstu þá huggun sanna,
að meyjar sáð mun sent á láð,
sviptir því harmi þungum.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
öldruðum og svo ungum.
3.
Nói, Nói, Guðs góði vin,
gafst þér hans ást að finna,
af því vel geymdir orðin sín,
eið virtist hann þér vinna,
að veröldu hel ef vinna skal,
vatns með voða slíkum.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
öreigum og svo ríkum.
4.
Abraham, hann fékk fyrirheit,
um fjölda sinna barna,
helst því réttlátan haldinn veit,
hann trúði Guði gjarna,
heiðurinn þann nú hljóta kann,
hvör sem Guði vill trúa.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
þeim þau í brjósti búa.
5.
Lot var góðfús og göfugur mann,
Guð þeim tvo engla sendi,
af Sódóma útleiddi hann,
aftur bannar sér vendi.
Eld rigndi brátt af himni hátt,
sendur heiðni að pína.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
frá illu frelsa sína.
6.
Davíð var einn sá kóngur kær,
kallast líkur Guðs lyndi,
hans kenning jafnan hélt sér nær
með hug og verk það sýndi,
af ættum hans hét Guð til sanns,
hold mannligt á sig að taka.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
á himni og jörðu líka.
7.
Jesús Kristus, Guðs sanni son,
sem mey María fæddi,
á honum sannast öll sú von
er hvör spámann um ræddi.
Hæsti Guð af himnum bauð,
honum skulu þér hlýða.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
eigum þau lofa og prýða.
8.
Heyr nú, maður, og hugsa vel,
hvað þeir framar oss skrifa,
það Nýja testament eg tel
trúuðum huggun gefa.
Jarteikna gjörð og Jesú orð,
jafnan megum þar læra.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
æ meira ávöxt færa.
9.
Mattheus Leví lærisveinn,
ljúft var tollbúð að neita,
fýsir guðspjallið fram bar einn
og fyrstir oss að leita,
að Jesú Krist sem vísar víst,
veikum til sín að koma.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein
með æðstu dýrð og sóma.
10.
Markús þar næst af mætti þeim,
mjög glöggt upp telur annar,
dásemdarverk sem veitti heim
vor Drottinn, þar með sannar,
efunarlaust að trúin traust,
ein gjöri oss réttláta.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
þeim hryggva og þeim káta.
11.
Lúkas einninn þann lærdóm bar,
ljósar jarteiknir kennir,
guðspjalla þjón sá þriðji var,
þar til mjúkliga minnir,
af himna trón sinn sæta son
sendi Guð oss að fræða.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
önd vora best þau græða.
12.
Jóhannes, hann var Jesú kær,
játar hans dýrð hinn fjórði,
upphaf greinir og orð hans skær,
allt hvað hér leið og gjörði,
áminnir nú að í ást og trú,
allir Guðs náðar leiti.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein
örugg hjálp illu í móti.
13.
Sálus Pálus útvalið ker
orð Guðs að rétt útbreiddi,
hatur bannað og öfund er,
af skipuð ógn og reiði,
veröldin ill, ef ekki vill,
af sínum syndum láta.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
vor bið eg virðist gæta.
14.
Páll postuli vel telur trú,
í tignar kenning þinni,
heimsins visku óvirðir þú,
verk hans ill* býður linni.
Um trúarkraft þú kennir oft,
kann einn til Guðs að leiða.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
þó heimskir dirfist hæða.
15.
Petrus, Júdas og Jakobus,
jafnan þinn lærdóm greina,
á fráhvarf og iðran fýsa oss,
fyrirgefum alleina.
Hann er sá einn, ei annar neinn,
oss vill og best kann bjarga.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein
mót æði alls kyns varga.
16.
Hvör mann nú helst það hugsa skal
hugboði sínu gleymi,
trú þú Ritningar orðum að
ástsemd Drottins þig geymi.
Sé verk þín dýr eða viska skír,
vertu meir Guði að trúa.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
á vísan veg oss snúa.
17.
Ó, Jesú Krist, Guðs kæri son,
kenn oss ei frá þér víkja,
að megi oss ekki af mildri von
manna lærdómur svíkja,
fyrir maktar ógn né sæta sögn
synjum þér heiður að gjalda.
Orð Drottins hrein eru eilíf ein,
um allar aldir alda.
Amen.

* 14.4 Leiðrétt með hliðsjón af 1619, opna 148.