SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (2896)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (37)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (5)
Harmljóð (2)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (44)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (203)
Sagnadansar (34)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (387)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
A 213 - Ó, Jesú mæturFyrsta ljóðlína:Guðs son, þú vart af guðdóms art
Heimild:Sálmabók Guðbrands (1589). Viðm.ártal:≈ 0
Ó, Jesú mætur
Má syngja sem: Guð þann engil sinn Gabríel. 1. Guðs son, þú vart af guðdóms art,getinn af helgum anda. Þú hefur með makt í eyði lagt, snörur þess illa fjanda. Fyrir Adams brot þú gjörðir bót, blíðri Guð hjálp réð heita, hans náð mér vildi veita. Mín sekt og synd að yrði týnd. Huggun ei er þeim hafna af þér, hreina miskunn að bíða, hvör þig ei fær né finna nær, eilífa eymd mun líða.
2. Ó, Kriste, nú einn stilltir þúforfeðra sorg mjög langa, sem ár og dag með eymdar lag af víti ei náðu að ganga. Í harðri neyð, hrópuðu: Ó, Guð, lúk upp hliði himnanna, opna þú götu sanna, send þú þinn son að veit oss von, af hörmum hér, það hljótum vér, fyrir hans dýrstan dauða. Minn Herra, því hér heimi í hæst lof þér allir bjóða.
3. Ó, Jesú hreinn, þú ert alleinn,aumum huggun á jörðu, að því hefur gáð eilíft Guðs ráð, útvalinn mann þig gjörði, oss öllum traust efunarlaust alla þá munt af slétta, sem ei hafa trúna rétta. Guðs hæsta son mun hjálparvon, hjá einum þér þú hefur mér útvegað alla gleði, von og trú mín set eg til þín, þú mér náð mesta téðir.
4. Ó, Kriste dýr, sem kvöl af snýr,ást þín hefur öngvan enda. Hrein mildi er að hefur þú mér hjálpað til þín að venda. Dýrst kenning þín mig dró frá pín og diktun falskra manna, hvörjir þinn heiður banna. Sín hræsnisverk þeir héldu sterk. Þá meinti eg hér að mundi mér náð af gjörningum verða. Ég forlét þig, ei dæm þú mig, óviska mín það gjörði.
5. Ó, Jesú, hér þitt orð lýsiröllum með röddu styrkri, hjálpa úr pín útvöldum þín sem sitja í nokkru myrkri en hafa þó ei hvíld né ró af heimskra manna lærdómi, þín orð auk þeim í tómi. Veg þeirra greið á þína leið, þá hugga nú, sem hefur þú, helgað með blóði þínu. Von vor öll er á einum þér, ekki á öðru neinu.
6. Ó, Kriste kær, ef kemur svo nærþitt orð skal frá mér víkja, þá komi til mín miskunnin þín og lát mig ekki svíkja mælsku og slægð né mennta nægð, sem mann kann varla þekkja, þau svik lát mig ei blekkja. Því sönnu líkt, að sýnist slíkt, þín heilög raust, er huggun traust, hefur oss kennt hið vissa. Orðin þín eru fæða mín, lát mig þau aldrei missa.
7. Ó, Jesú Krist, einn Guð ert víst,allsvaldandi alleina. Ei er sá mann sem má né kann mátt þinn og heiður greina. Allra kné þínu valdi æ verða lotning að veita, enginn má því neita. Skepna þín, ó, kóngur minn, nær heimi frá eg hlýt að gá, mitt hjarta má það líða, þá hjálpa mér að megi eg með þér, eilífligana lifa. Amen. |