A 212 - Hymn. Jesús dulcis memoria | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 212 - Hymn. Jesús dulcis memoria

Fyrsta ljóðlína:Jesú minning mjög sæt er
Bragarháttur:Hymnalag: aukin samhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Hymn. Jesús dulcis memoria
Má syngja sem: Á þér, Drottinn.

1.
Jesú minning mjög sæt er,
mjúka hjartans gleði lér,
fram yfir hunang og allt hvað er,
þá ilmar af Jesú nafni hér.
2.
Syngjast ekki sætara má
né segjast gleðiligra frá,
hugsun er engin hærri en sjá,
Herrann Jesúm að minnast á.
3.
Jesús er von þeim iðrast kann,
við alla mildur sem biðja hann,
þeim hans leita ljúfur ann,
með líkn vill græða sérhvörn mann.
4.
Jesús er hjartans sykur satt,
sá lífsins brunnur og ljósið glatt,
þú yfirgengur einka hratt
allan fögnuð og dýrsta skatt.
5.
Tunga engin tala má,
né tign uppskrifa nokkur þá,
óreyndir trúa því öngvir fá,
hvað elska er Jesú góð að ná.
6.
Jesús er Drottinn dýrstur og skær,
dásamligasti sigurinn fær,
ósegjanliga einn frábær
og æskiligasti firr og nær.
7.
Herrann mildur hjá oss bú
og heilögum gáfum uppfyll þú,
næturmyrkri af mönnum snú,
með þínum sætleik fæð oss nú.
8.
Jesú elsku eg alltíð ber,
iðugliga í hjarta hér,
hunangsseimurinn sæti er,
sanna lýs sólin Jesú mér.
9.
Jesú elska er einna stærst,
ilmandi af sætleik hæst,
með þúsundfaldri þóknan glæst,
þeim sem hún er í hjarta læst.
10.
Jesús er engla prýði hýr,
í eyrum fegurðar söngurinn skír,
í munni hunangsilmur órýr,
í hjarta himna drukkurinn dýr.
11.
Minn góði Jesús, gef mér þá,
gnægð af þinni elsku að fá,
veit mér án enda að vera þér hjá,
vegsemd þína og dýrð að sjá.
12.
Jesú þín elska alltíð hér
endurlífgan hjartans er,
að sönnu án leiða saðning ber,
sálina hungrar eftir þér.
13.
Hvör þig smakkar af hungri þreyr,
sá þig drekkur þyrstir æ meir,
annað girnast ekki þeir
nema Jesúm hvör að þeim er kær.
14.
Glóandi hef eg girnd til þín,
minn góði Jesú, þú kom til mín,
þú gleður mig sem af gæsku skín,
gef mér saðning líka fín.
15.
Jesú, þú ert miskunn mest,
mjög dásöm gleði í hjarta fest,
af góðsemd aldrei, Guð minn, lést,
gef mér þig að elska best.
16.
Dýrð sé jafnan, Drottinn, þér,
sem af meyju fæddur er,
með föður og anda helgum hér
héðan af um allar aldir.
Amen.