A 209 - Andleg vísa um það blessaða nafnið Jesús | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 209 - Andleg vísa um það blessaða nafnið Jesús

Fyrsta ljóðlína:Heiðrað sé háleitt Jesú nafn
Viðm.ártal:≈ 0
Andleg vísa um það blessaða nafnið Jesús
[Nótur]

1.
Heiðrað sé háleitt Jesú nafn
og hér vegsamað án enda,
því það er sú útvalda höfn
sem Guðs börn munu í lenda,
hvað hann oss sjálfur kenndi
og gjörði oss Guðs börn með sér,
þá sem á hans nafn trúum hér,
sinn anda oss réð senda.
2.
Öll kné sig beygja auðmjúklig
á himni einninn og jörðu,
helvítis kraftar hneigja sig
hvar Jesús víst nefndur verður.
Ei er það nafn á jörðu,
af hvörju vor sál öðlast gagn
nema þetta sjálft Jesú nafn
og af hans helgu orði.
3.
Öll lærir Skriftin oss nú þrátt,
að slíkt nafn heyri að lofa,
því að með Jesús veldis mátt,
megum vér Satan burt skúfa.
og þar sem dauðir sofa
sitt líf í nafni Jesú fá
og veikum heilsu vill hann tjá,
hvörn krankleik sem þeir hafa.
4.
Guð hefur lofað himnavist,
hvörjum sem hans nafn ákalla,
einkum með hjartans hraustri lyst,
hann þá bænheyrir alla.
Nær dómur Guðs dýr harla
haldinn er, og hvör gengur fram,
laun fyrir verkin lýkur hann
stór prís mun þeim þá til falla.
5.
Auglýst hefur vort sálargagn
vel þessi kristilig vísa,
hvörninn oss hæfir Jesú nafn
með heiðri jafnan að prísa.
Það mun oss í hvíld vísa,
því hans nafn heitir lausnari,
og allra glæpa græðari,
þá trúin vill sig auglýsa.