A 208 - Einn lofsöngur um mannsins endurlausn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 208 - Einn lofsöngur um mannsins endurlausn

Fyrsta ljóðlína:Rétttrúað hjarta hugsa nú
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Einn lofsöngur um mannsins endurlausn
Má syngja sem: Gjörvöll kristnin.

1.
Rétttrúað hjarta hugsa nú
hæst lof Guði að færa,
af öllum mátt hann heiðra þú,
halt hann þinn föður kæra.
Án hans þó berir alla stund,
angur og víl í þinni lund,
þitt líf þó kannt ei næra.
2.
Af hjarta hefur á þér ást
og veitir þér sín gæði,
sá lætur þína synd afmást,
sár þinnar andar græðir
og vopnar þig í andligt stríð,
óvina kraft svo standist við
að þinni sál ei næði.
3.
Munaðarlausum mönnum hér
miskunn og náð vill senda,
sem við hans sannleik halda sér,
hræsni allri frá venda.
Sem réttur faðir fylgir þeim,
framferði sitt í þessum heim,
heilagliga að enda.
4.
Sem góður faðir gjarna ber
gæsku til barna sinna
eins lætur Guð í heimi hér
huggun oss auma finna.
Hans eilíf náð og elska mild
oss fyrirgefur alla skuld
og lætur yfirvinna.
5.
Gefur oss helgan anda sinn,
endurnýjar vorn huga
að uppfyllum hans orðin sönn
en þó með holdsins trega.
Styrkir oss hér með heill og náð
himneskan arf og samastað
sjálfur vill oss útvega.
6.
Eftir vorum tilverknaði
vildi oss hefnd ei veita,
sálartjón vort samaumkaði,
sýndi oss elsku heita.
Hans náð og gæska eilíf er,
öllum búin sem vilja hér
til hans af hjarta leita.
7.
Ástverk, sem hefur uppbyrjað,
á oss mun hann vel enda,
því gefum oss hans gæskunáð
og göngum honum til handa.
Hans orð og skipun vöndum vér
og vonum hann til dýrðar sér
voru framferði vernda.
8.
Himneski faðir, hjá oss sért,
hlíf oss í þessum voða,
að ráðvant sé athæfi vort
og fái ending góða.
Upplýsi oss þín orðin hrein,
að heims í myrkri ei blekking nein
gjöri oss andar skaða.
9.
Herra, til lofs og þakkar þér,
það verði sem nú syngjum,
lát oss þín orð svo heyra hér,
hug vorn í gegnum gengi.
Mildi Guð, veit oss mátt og lið,
með rétt andligum riddarasið,
fagnaðar kórónu fengjum.