A 205 - Af Herranum Jesú, einn lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 205 - Af Herranum Jesú, einn lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Ó, Jesú, þér æ viljum vér
Viðm.ártal:≈ 0
Af Herranum Jesú, einn lofsöngur
Má syngja svo sem: Ó, Herra Guð, þín helgu boð.

1.
Ó, Jesú, þér æ viljum vér
vegsemd og heiður játa.
Nafnið þitt sem biðja blítt
birga viltu láta.
Föðurinn við þú festir grið
fyrir þinn lýðinn kæra.
Þú lést á kross, að lífga oss,
lof eilíft sér þér og æra.
2.
Hæstu ráð á himni og láð
hefur þér faðirinn fengið.
Synd, djöful, hel sigraðir vel,
Satan fékkst yfirgengið.
Friðhelga braut því hvör mann hlaut,
hjá Guði sál að næra.
Þú lést á kross að lífga oss,
lof, heiður sé þér og æra.
3.
Þín náðin hrein er nægri ein
en nokkur kunni hyggja.
Vegur og ljós, þú leiðir oss,
líf ævinligt að þiggja.
Veraldar sjón þig virti þjón,
vorar hvörn syndir særa.
Þú lést á kross að lífga oss,
lof, heiður sé þér og æra.