A 201 - Um Kristí persónu og hans embætti og velgjörninga | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 201 - Um Kristí persónu og hans embætti og velgjörninga

Fyrsta ljóðlína:Gjörvöll kristnin skal gleðjast nú
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Framan við sálminn stendur: 
Fjórði partur þessarar sálmabókar hefur inni að halda andligar vísur, sálma og lofsöngva, diktaða af þeim helstu lærifeðrum og frómum guðhræddum mönnum í Þýskalandi og annars staðar, hlýðandi upp á þær sérligustu höfuðgreinir kristiligs lærdóms, um hvörn kennt og predikað er í kristiligri kirkju.“ Og er það bæði bálkaheiti (þ.e. sálmar „Um Kristí persónu og embætti“) og nafn á fyrsta sálminum í þessum bálki.

Um Kristí persónu og hans embætti og velgjörninga[1]
D. Mart. Luth.
[Nótur]

1.
Gjörvöll kristnin skal gleðjast nú
og Guði lofsöng færa,
svo að í ást og sannri trú
syngja kynnum og læra,
að sjálfur Guð oss sýndi hér
sæta náð og dásemdir,
gaf til þess gjaldið dýra.
2.
Í djöfuls fjötrum eg fanginn lá,
fár dauðans víst eg skildi.
Dag og nátt mig særði syndin þá,
sú minni fæðing fylgdi,
æ jafnan óx mín synda sekt,
sigraði lifnað minn svo frekt,
til allrar illsku tældi.
3.
Ógild voru mín verkin fróm,
vannst þeim ei mig að stoða,
sjálfræðið flýr Guðs dýran dóm
dáðlaust til alls hins góða.
Hugvíl fékk mér sú hrelling ljót,
hjá mér sá dauðann en öngva bót
og vísan helvítis voða.
4.
Eilífan Guð angraði þá
eymdin mín mjög úr máta,
hann minntist sína miskunn á,
mér vildi hjálpa láta.
Sitt föðurligt mér birti brjóst,
með blíðri náð en öngvum þjóst,
kostaði dýrt minn bata.
5.
Mælti við kæra soninn sinn:
„Sé eg mál náð að gefa,
far nú til hjartans, mæti minn,
mannkind aumri að hlífa.
Leys þá af sárri synda kvöl,
sjálfan dauðann þú slá í hel,
lát þá svo með þér lifa.“
6.
Guðs son í heim vitjandi vor,
vilja síns föðurs fyllti,
fæddi hann móðir meyja klár,
minn bróðir verða vildi.
Gekk hér um auman holdsins hátt
og huldi mjög sinn guðdómsmátt,
að Satan sigra skyldi.
7.
Mér sagði hann: „Þér halt við mig,
heiti eg þér góðum vilja.
Ég gef mig sjálfan fram fyrir þig
til frelsis þér læt mig kvelja.
Því eg er þinn og þú ert minn
og þar eg er skalt vera með mér,
djöfull skal oss ei skilja.
8.
Mínu blóði úthellir hann,
hér með mig lífi sviptir,
þér til hins besta eg þetta vann,
þín trú hugsi þar eftir.
Sjálft líf af dauða sigrað var,
synd þína mitt meinleysi bar,
að andar hvíld þú hrepptir.
9.
Á himna aftur til föðurs fer,
frá þessa heimsins hætti,
að eg miskunn útvegi þér
og anda þann senda mætti,
sem huggi þig í hvörs kyns kvöl,
í hreinni trú mig þekkir vel,
á leið sannleiks þín gæti.
10.
Boð mín og verk þau býð eg þér,
í breytni og kenning sýna,
Guðs lof og dýrð að eflir hér
og aukir svo kristni mína.
Setningum manna sjá þú við,
sem saurga þennan hjálpar sið,
þeim skilnað skalt ei týna.“

[1] Þetta er bæði bálkaheiti (þ.e. sálmar „Um Kristí persónu og embætti“) og nafn á fyrsta sálminum í þessum bálki.