A 199 - CXVII [117.] sálm. Laudate Dominum* [Ath nánar KE] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 199 - CXVII [117.] sálm. Laudate Dominum* [Ath nánar KE]

Fyrsta ljóðlína:Allelúja allt fólk nú á
Viðm.ártal:≈ 0
CXVII [117.] sálm. Laudate Dominum
Áminning til allra þjóða, að menn prísi Guðs miskunn og náð, sem hann veitt hefur í Kristó Jesú öllu mannkyni.
[Nótur]

1.
Allelúja allt fólk nú á,*
með sætri raust
að syngja traust.
Öll heiðna þjóð,
heiðra þinn Guð
um löndin öll,
lætur nú kenna,
sín klár guðspjöll.
2.
Því náð hans hrein
hefur nú ein
af synd og deyð
og vítis neyð
oss alla leyst
og huggað best.
Með lífsins von
fyrir Jesúm Krist,
sinn kæra son.
3.
Hans miskunn mest
hlífir oss best
við ógn djöfuls og allri kvöl.
Oss forðar nú
falskenningu,
sinn sannleika
setti yfir oss ævinliga.
4.
Á himni og jörð
heiður, lof, dýrð,
æ Guði sé
og hans syni
og anda með.
Eins sem er skeð
í upphafi,
er nú jafnan
og um aldir sé.

* 1.1 Karl gaf okkur upp braglínur á þýska textanum sem er 8 línur (44444448) en ég kem því nú ekki vel saman við textann í sálmi nr. 199 (leysum síðar!):
Haleluia,
singt vnd seit fro,
jr heyden all,
mit reichem schall!
Lobt Gott den Herrn
mit grossen ehrn,
in allem landt
sein Euangelion macht bekandt!