A 196 - VIII [8.] sálm. Domine Deus noster | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 196 - VIII [8.] sálm. Domine Deus noster

Fyrsta ljóðlína:Dásamligt nafn þitt, Drottinn, er
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
VIII [8.] sálm. Domine Deus noster
Prísar dýrð og almætti Kristí hjá Guðs föðurs hægri hendi, að honum sé allt undirlagt á himni og jörðu, þar fyrir geti hann vel hjálpað sinni kristni í öllum mótgangi.
Með tón: Væri nú Guð.

1.
Dásamligt nafn þitt, Drottinn, er,
dýrðligt um veröld víða,
í himna menn að þakki þér,
þú tilbjóst lofgjörð fríða.
Fyrir barnamunn sem sjúga brjóst,
svo það óvinum verði ljóst,
móð og hefnd mátt ei líða.
2.
Hvenær sem eg þín handaverk,
himna og tunglið skoða,
og þann skapaðir stjörnum styrk,
stóra undran mér boða.
Hvað er maður að minnist hans?
Mikils virðir þú soninn manns,
vegliga vilt hann stoða.
3.
Frá augsjón Guðs og englahirð
um litla stund hann lætur,
síðan krýnir með sæmd og dýrð,
sá heiður er ágætur.
Hann hefur þú einn Herra sett,
hvör öll þín verk að eignast rétt,
allt lést undir hans fætur.
4.
Sauði, naut og allt annað féð
og dýr sem veiða kunni,
fugla loftsins og fiska með
sem fara á sjávargrunni.
Dásamligt nafn þitt, Drottinn, er,
dýrð þín um allan heiminn hér,
ei verður sögð með munni.