A 195 - CXLVIII [148.] sálm. Cantate Domine | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 195 - CXLVIII [148.] sálm. Cantate Domine

Fyrsta ljóðlína:Nýjan söng Drottni syngið vel
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
CXLVIII [148.] sálm. Cantate Domine
Er lofgjörðarsálmur, að lofa og prísa Guð fyrir hans velgjörninga í þessu Nýja testamentinu.
Má syngja: Sem fyrsta sálm.

1.
Nýjan söng Drottni syngið vel,
samkundan helg hann lofi,
á þeim sem gjörði Ísrael
elsku og fögnuð hafi.
Síons börn öll á sínum kóng
sig gleðji og með fögrum söng,
hans nafni heiður gefi.
2.
Með hljóðfærum og hörpuslátt
hans nafn skulu kunngjöra,
Drottni munu á allan hátt,
ástfalnir synir vera.
Ætíð hjálpar hann aumum best,
af því heilagir fagni mest,
hrósi í hvílum þeirra.
3.
Sinn Guð skal jafnan heilög hjörð,
hefja með sínum munni,
að hans andligu hvössu sverð,
í höndum bera kunni.
Heiðnum þjóðum að hefnast á,
hirta fólkið svo þar í frá
Guðs ráðum gjarnan unni.
4.
Þeirra kónga og eðalmenn,
í stokk og járn að binda,
láta þá reyna réttindin
sem í Ritning skrifuð standa.
Þann heiður allir heilagir
hafa eiga í heimi hér,
í orði Guðs og anda.