A 192 - CXXII [122.] sálm. Qui confidunt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 192 - CXXII [122.] sálm. Qui confidunt

Fyrsta ljóðlína:Hvörjir sem vona Herrann
Viðm.ártal:≈ 0
CXXII [122.] sálm. Qui confidunt
Kennir að Guð verndi sín börn, en refsi ranglátum.
Má syngja svo sem: Blessaður að eilífu sé.

1.
Hvörjir sem vona Herrann á,
hér nú í allan máta,
óbifanligir ætíð stá,
ekkert sig skelfa láta.
Trú þeirra hrein á alla grein,
afl fær og stoð af Guði,
öll þjóð því spyr, að ætíð þeir*
sem fjallið Síon bíði.
2.
Um borgina Jerúsalem,
í hring mörg fjöllin standa,
svo þar komist ei herlið heim,
hennar fólki að granda.
Eins er og Guð um kristinn lýð
við voða vel að geyma,
dvelst honum hjá héðan í frá,
inn til ævinligs tíma.
3.
Réttlátur Guð og ljúfur er,
líður því öngvu móti,
illvirkja stjórn og ofsi hér
undir sig fróma brjóti.
Að þeirra hönd og angruð önd,
ei neyðist á neitt ranglæti,
hæst hjálp og lið hlífi þar við,
meinlausra manna gæti.
4.
Guð svo frómum og góðum hjá,
gefi þeim lukku langa,
en hverjir honum falla frá,
fúsir í villu ganga.
Þeim kastar hann í kvöl og bann,
eins og illgjörðamönnum,
vor góði Guð, gef heill og frið,
öllum Ísrael sönnum.
5.
Dýrð Guði föður og syni sé,
svo og heilögum anda,
eins sem hún var að upphafi,
oss veiti náð að standa,
vel á hans veg etc.*

* 1.7 Virðist vera „þeir“ frekar en „þeim“ miðað við 1619, opnu 130.
* 5.5 Þetta er stef en óvíst er um niðurlagið, virðist stundum ekki alveg eins, í einstökum sálmum.