A 190 - XXXVII [37.] sálm. Noli emulari | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 190 - XXXVII [37.] sálm. Noli emulari

Fyrsta ljóðlína:Grem þig aldri þá guðlausir
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
XXXVII [37.] sálm. Noli emulari
Í móti þeirri skapraun að óguðligir hafa besta lukku en frómir öngva. Slíkt skal oss ekki sturla né frá sannri guðrækni leiða.
Með tón: Frá mönnum.

1.
Grem þig aldri þá guðlausir
gæfu og metnað hljóta,
varast skalt þú að öfundir
illvirkja lukku fljóta.
Eins sem snart visnar grasið grænt,
gæði strax missir laufið vænt,
án dvalar einkis njóta.
2.
Vona á Guð og vel þér breyt,
vert kyrr, með sæmd þig nærir,
á Drottni sé þín hugsun heit,
hjarta þíns ósk þér færir.
Í vald hans fel þú veginn þinn,
voga á hann í hvört og eitt sinn,
hans náð þig hólpinn gjörir.
3.
Réttlæti þitt sem ljósið bjart
ljóma sinn missir eigi,
sannindi þín mun sýna snart
samjafnast miðjum degi.
Lút þú Drottni og leita hans,
lát þig ei styggja auðnu manns,
sem fylgir vondum vegi.
4.
Sjá við reiði og sárri heift,
syndga þig ei með bræði,
því illum verður út af steypt,
erfa frómir lands gæði.
Stund síðar guðlaus ekki er,
ef virðing hans vilt skoða hér,
burt svipt sannar þau bæði.
5.
Hreinlyndir erfa auð og land,
una sér í frið sönnum,
illgjarn býr frómum ógn og grand,
yfir þeim gnístir tönnum.
En Drottinn hæsti dárar hann,
dag hans vitandi nálægan
óhlífinn illum mönnum.
6.
Hrekkvís dregur út sverðið sitt,
sækist spökum að eyða,
hann bendir upp sinn boga strítt,
býr sig fróma að deyða.
Sjálfs hjarta stingur sverð hans mjótt,
svo mun hans bogi brotna fljótt,
ei vinnst auma að meiða.
7.
Það litla sem réttlátur á
langt ber af nægtum hinna,
handlegg þrjóskra mun Herrann slá,
hreinferðugum vill sinna.
Eign þeirra hefur heilagt lán,
í harðindum ei líða smán,
allsnægð í fellum finna.
8.
Guðlausir mega glatast brátt,
góðir fá ævi langa,
óvinir Guðs í þeirra mátt,
eins sem reykur forganga.
Illgjarn tók lán en aldrei galt,
ör og góðfús er hinn ávallt,
forðast fégirni ranga.
9.
Þeir sem að blessa byggja láð,
bölvendur þrífast eigi,
góðfúsa eflir guðlig náð,
geðst vel að þeirra vegi.
Fái þeir nokkurt fall eða grand
frelsar þá Guð með sinni hand
svo þeir ei sigrast megi.
10.
Ég var ungur, nú elli hlaut,
ei sá eg það til bæri,
að hreintrúaðan uppheldi þraut,
hans börn þurfandi færi.
Hann gaf og lánar gjarnan sitt,
góðfús jafnan því reynist hitt,
nægð hjá hans niðjum væri.
11.
Lát af illu en gjör þú gott,
gjarnan þér þar við haldir,
því Drottinn elskar hreinan hátt,
helgum sínum bregst aldrei.
Ævinliga varðveitir þá,
vondir grimmliga falla frá,
voðar fást þeim margfaldir.
12.
Lastvarir erfa landið allt,
lengi þar inni blífa,
hans munnur mælir visku snjallt,
með tungu kennir víða.
Réttlæti Guðs og lögmál hans,
lifir í hjarta sæmdarmanns,
braut hans mun boðum hlýða.
13.
Guðlaus situr um góðra önd,
girnist í hel að leiða,
ei gefur Guð þá honum í hönd,
hans dóm á þeim mun eyða.
Vona á Guð og veg hans halt,
vex þá sæmd þín og auðgast skalt,
illra sér eymd og dauða.
14.
Óguðligan eg oft sinn sá,
ofdirfð kunni hann nóga,
virðing hans þótti víð og há,
vöxt hafði bestu skóga.
Eg gekk þar hjá og hugði að,
hann fannst ekki í nokkrum stað,
ein stund réð öllu lóga.
15.
Hreinskilinn sért og halt þig rétt,
heill mun þér það tilbúa,
fargast allir sem fylgja prett,
frá þeim mun blessun snúa.
Herrann er frómra hjálp og stoð,
hlífð og styrkur í allri nauð,
þeim eflaust á hann trúa.