A 189 - CXLVII [147.] sálm. Lauda Jerusalem | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 189 - CXLVII [147.] sálm. Lauda Jerusalem

Fyrsta ljóðlína:Jerúsalem Guðs barna borg
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
CXLVII [147.] sálm. Lauda Jerusalem
Er þakkargjörð fyrir Guðs háleita velgjörninga sem hann veitir kristiligri kirkju.
[Nótur]

1.
Jerúsalem Guðs barna borg,
bert lof syng þínum Guði,
læsti dyr þínar, svipti sorg,
sér ei óvina bræði.
Blessaði allt þitt borgarlið
um byggðir þínar festi frið,
með besta mettar fæði.
2.
Sína boða Guð sendi út,
sæta kenning að veita,
því sem af kulda, synd og sút,
sollið og dautt má heita.
Heilagt Guðs orð með heitri náð,
huggar, vermir og nærir það,
steinhjörtu lætur fljóta.
3.
Hvör sínum vilja segir laust,
sér lætur Drottinn ráða,
á hann einn trúir efalaust
í velferð, eymd og skaða.
Sinn dóm og rétt þeim sýnir hann,
sá ei vill trúa aldri fann,
gjöf visku Guðs né náða.
4.
Dýrð Guði, föður og syni sé
sungin og helgum anda,
blessun hans voru bjargi fé,
bæja geymir og landa,
Efli hann vora ást og trú,
almáttug virðist verndin sú,
í hvert sinn hjá oss standa.