A 186 - Sami sálmur enn öðruvís* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 186 - Sami sálmur enn öðruvís*

Fyrsta ljóðlína:Hvör sem Guð óttast, sæll er sá
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur enn öðruvís*
Má syngja sem: Drottinn, á þér er öll.

1.
Hvör sem Guð óttast, sæll er sá,
sannleiksvegi hans gengur á.
Af handbjörg þinni þú hjálpast skalt,
heill þig ei þrýtur, vel tekst þér allt.
2.
Eins sem víntré með ávöxt sinn,
svo er þín kvinna um bæinn þinn,
sem ungviðir um ólífutré,
alskipað borð þitt af börnum sé.
3.
Sjá, slíkri blessan mætir mann,
mildan Drottin sem óttast kann,
reiði og bölvan fellur forn,
í hvörri að fæðast öll mannabörn.
4.
Af Síon Drottinn sendi þér
sína blessun svo megir hér
um alla þína ævi sjá
auðlegð nóga Guðs kristni hjá.
5.
Guð mun þér veita gæfu með,
góða elli svo fáir séð,
ljúf sonabörn þín líka vel
og langgæðan frið yfir Ísrael.
6.
Dýrð Guði, föður og syni sé
sungin og helgum anda,
blessun hans voru bjargi fé,
bæja geymir og landa,
Efli hann vora ást og trú,
almáttug virðist verndin sú,
í hvert sinn hjá oss standa.

* Það er þriðja útlegging í Sálmabók Guðbrands á sálminum Beatus vir qui.