A 181 - CXXX [130.] sálm. De profundis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 181 - CXXX [130.] sálm. De profundis

Fyrsta ljóðlína:Af djúpri hryggð ákalla eg þig
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
CXXX [130.] sálm. De profundis
Er einn iðranar og bæna sálmur, að biðja um náð og fyrirgefning syndanna.

1.
Af djúpri hryggð ákalla eg þig,
ó, Guð, hlýð nú röddu minni,
þín náðug eyru opni sig,
að eg bænheyrast kynni.
Ef syndir og athæfi illt álíta
og tilreikna vill,
hvör stenst fyrir reiði þinni?
2.
Ást og náð dugir ein hjá þér,
að forláta syndina,
ei gildir par hvað gjörum vér
góðverk þó kynnum sýna.
Hjá þér enginn sér hrósa kann,
hræðast verður þig sérhvör mann
og miskunn þiggja þína.
3.
Á Guð alleina eg vona vil,
verðleik mínum frá snúa,
mitt hjarta Drottin hyllast skal,
hans náð og gæsku trúa.
Hvað heilög orð hans hétu mér,
heill mín og blessun eflaus er,
að þeirri von vil eg búa.
4.
Þó dvöl sú færist fram á nátt
frá því til morgun síðan,
mitt hjarta á Guðs ást og mátt
efast skal ei né kvíða.
Sannur Ísrael svo gjörir,
sem af andanum fæddur er,
síns Guðs vill gjarnan bíða.
5.
Þó mörg og stór sé mannlig synd,
miklu stærri en náðin,
endalaus er Guðs hjálparhönd,
hvörsu stór sem er skaðinn.
Sá hirðinn einn afleysir vel,
af öllum syndum Ísrael,
það er öll kristna þjóðin.
6.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.