A 178 - Sami sálmur með öðrum hætti (þ.e. Nisi Dominus erat) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 178 - Sami sálmur með öðrum hætti (þ.e. Nisi Dominus erat)

Fyrsta ljóðlína:Ef Guð er oss ei sjálfur hjá
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur með öðrum hætti*
[Nótur]

1.
Ef Guð er oss ei sjálfur hjá
óvina fjandskap móti
og hag vorn vill af himni sjá
huggun svo aldrei þrjóti.
Ef hlífir hann ei Ísrael
við óvina svikum, heift og kvöl
hjálp vor þá öll er úti.
2.
Aðburðir manna, afl og vél
aldrei skulu oss hræða.
Herrann situr á himnastól,
hægliga kann þeim eyða.
Hyggi þeir ráð sín haglig mjög,
hann gengur þá um annan veg,
einn má því öllu ráða.
3.
Þeir geisast fast og flýta sér,
sem fegnir vildu oss eta,
oss að deyða þeim ágirnd er,
aldrei að Guði gæta,
sem sjávarbylgjur brjótast á,
bæði lífi og sál þeir vildu ná.
Guð láti oss miskunn mæta.
4.
Sem villumönnum oss vilja hel
í vort blóð þyrstir sækja,
þó kalla þeir sig kristna vel,
kenning Guðs látast rækja.
Vísliga eitt sinn vaknar þú,
veitir þeim hefnd sem nafn þitt nú,
til skjóls sínum skemmdum flækja.
5.
Gin sitt þenja með grimmdarmóð,
granda oss hafa í huga.
Þökk, dýrð og lofgjörð þér sé Guð,
þeirra ósk kann ei duga.
Lést þeirra snöru bresta brátt,
brögð og fláræði falla í smátt,
þér vinnst þá að yfirbuga.
6.
Herra vor Guð og huggun stærst
hjálparlausum vill sinna,
náðardyrum er aldri læst,
ei kann þig mannvit finna.
Það segir enginn hjálp sé oss
þá erum vér lagðir undir kross,
þó leitum líkna þinna.
7.
Óvini alla hefur í hönd
með hug og mátt þeirra öllum.
Þeirra brögð eru þér ei leynd,
þyrm oss að ei föllum.
Mannvitið trúnni móti brýst
með ókomnu sig vill hugga síst,
um aðstoð þig því áköllum.
8.
Himin og jörðu hefur þú gjört,
Herra, þín vernd vor gæti.
Láttu þitt ljós oss lýsa skært
að skin vort tendri og kæti.
Í hreinni ást og helgri trú
haldist oss jafnan gæfa sú.
Heimur hafi sín læti.
9.
Dýrð Guði, föður og syni sé
sungin og helgum anda,
blessun hans voru bjargi fé,
bæja geymir og landa,
Efli hann vora ást og trú,
almáttug virðist verndin sú,
í hvert sinn hjá oss standa.

* þ.e. sami sálmur og
Nisi Dominus erat