A 177 - CXXIIII [124.] sálm. Nisi Dominus erat | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 177 - CXXIIII [124.] sálm. Nisi Dominus erat

Fyrsta ljóðlína:Væri nú Guð oss eigi hjá
Viðm.ártal:≈ 0
CXXIIII [124.] sálm. Nisi Dominus erat
Er einn þakklætissálmur Guðs kristni þegar Guð hann hefur leyst og frelsað hana frá nokkrum voða og háska.
D. Mart. Luth.

1.
Væri nú Guð oss eigi hjá
Ísrael segja mætti,
væri nú Guð oss ekki hjá
öll von oss þrotin þætti,
því vér erum hjörð aum og smá,
sem alls kyns þjóðir setjast á,
angra með öllum hætti.
2.
Heift þeirra er svo á oss stríð,
ef Guð veitti þeim leyfi,
uppsvelgdu oss á einni tíð
alla með sálu og lífi,
sem vötn sóttu og eyddu oss,
yfir sál vora gengi foss,
mikill og hár úr hófi.
3.
Þökk sé Guði sem það ei gaf
þeirra tennur oss myrði,
svo sem fugl snöru sviptir af,
sál vor þar frá leyst yrði,
brast snaran og burt sluppum vér,
blessað Guðs nafn vor aðstoð er,
sem heiminn og himna gjörði.