A 175 - CXI [111.] sálm. Confitebor tibi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 175 - CXI [111.] sálm. Confitebor tibi

Fyrsta ljóðlína:Af hjarta öllu eg heiðra Guð
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
CXI [111.] sálm. Confitebor tibi
Er einn lofgjörðarsálmur fyrir Guðs velgjörninga, andliga og líkamliga.
Má syngja svo sem: Þann fyrsta sálm, eða: Frá mönnum.

1.
Af hjarta öllu eg heiðra Guð,
í helgra fund og ráði,
veglig eru hans verk og boð,
vel geðjast þeim þar að gáði.
Réttlæti hans ef rjúfast kann
reynist það allt sem setti hann,
ljúft og lofsamligt bæði.
2.
Miskunnsamur og mildur gaf,
minning dásemda sinna,
sáttmála bregður aldri af,
ástmenn lét fæðu finna.
Kunngjöra lét hann kristnum lýð,
kraft þann sem gjörði forðum tíð,
að eignust arf heiðinna.
3.
Drottins handa öll dýrðarverk
með dóm og sannleik gilda,
hans boð öll saman eru merk,
óbrigðul um aldir alda.
Fremjast þau jafnt með fastri trú,
fólki sínu að senda nú,
sáttmála sinn vill halda.
4.
Nafn Guðs heilagt er hræðiligt,
hvör mann því skyldi unna,
upphaf visku er ekki slíkt
sem ótta Guðs að kunna.
Merkiligast það mannvit er,
mun hvörs sem eftir breytir sér,
lofstír aldregi linna.