A 173 - CIII [103.] sálm. Benedic anima mea | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 173 - CIII [103.] sálm. Benedic anima mea

Fyrsta ljóðlína:Guði lof skalt önd mín inna
Viðm.ártal:≈ 0
CIII [103.] sálm. Benedic anima mea
Er ein ágæt þakkargjörð fyrir margháttaða Guðs velgjörninga andliga og líkamliga.
[Nótur]

1.
Guði lof skalt önd mín inna
og hans nafni hvað finnst með mér,
síst mun hans mildi linna,
mín sál slíkt ei fyrnist þér.
Lausn veitti lasta þinna,
lækning óstyrkvum er,
þinni eymd vill umbót vinna,
elsku og miskunn tér,
hreinan lét fögnuð finna
og ernan aldur lér,
vald hans svo vill þér sinna,
að vista þig æ hjá sér.
2. BRaut sína, dáð og dóma
og dýran rétt oss birti hann,
manngæsku mildin fróma
og miskunnar öllum ann.
Reiðum lætur sér sóma
að sættast við auman mann.
Hefnd lét ei yfir oss koma
sem illgjörð vor til vann,
himneskri náð bauð hljóma,
hvar sem sinn ótta fann.
Eins fjær sem heimsálfur hljóma
oss skildi við synda bann.
3. ANDa föðurs mest mæðir,
mein sem líða börnin smá,
eins hefur Guð huggæði
við hvörn sem hans er ótti hjá.
Veit mátt og mannligt æði,
moldu komið frá,
þvílíkt sem lauf eður sæði,
þó lystugt þyki að sjá,
fellur og fýkur bæði,
svo finnast hvörgi má,
leikur svo líf á þræði,
ei langri ævi á.
4. Úr stað mun ein alleina
aldrei færast Drottins náð.
Guðhræddir helst það reyna
sem að hans orði fengu gáð.
Hans vald fær ei hindrun neina,
heimi ræður og láð,
englar og hirðin hreina
heiðra þann Guð með dáð.
Verk hans og sanna sveina
sjáum þau hyllast ráð.
Mín önd skal gjarnan greina
Guði lof í hvörjum stað