A 172 - CXI [91.] sálm. Qui habitat | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 172 - CXI [91.] sálm. Qui habitat

Fyrsta ljóðlína:Hvör sem að reisir hæga byggð
Viðm.ártal:≈ 0
CXI [91.] sálm. Qui habitatKennir að setja trú og traust til Guðs, í stórum plágum eða öðrum háskasemdum.
Má syngja svo sem: Frá mönnum.
S.E.S.

1.
Hvör sem að reisir hæga byggð
hæsta Guðs skjóli undir,
í geymslu Drottins og gleymir hryggð,
gefur sig allar stundir,
sá talar við Guð: „Þú tókst við mér,
treysta vil eg því gjarnan þér
og unna á allar lundir.“
2.
Vel mun og Drottinn vernda þig
fyrir vélum allra handa,
þó skaðlig plága sýni sig,
síst mun þér kunna að granda,
hans vængjaskjól svo hlífir hér,
í hvörri neyð hann sendir þér
sinn skjöld og sannleiksanda.
3.
Hvað þig á nóttu hrella vill,
hræðast skaltu það eigi
og þó að fljúgi örskot ill
yfir á björtum degi,
hvörki skaða þig myrkra mein
né miðdegisplága nein,
sannliga eg það segi.
4.
Og þó að falli þúshund lið
þér til vinstri handar
og tíu þúshund á hægri hlið
háski þér enginn grandar.
Ómildra sjá munt syndagjöld,
sárliga hefnd og skaðligt hald,
þá kvelja illir andar.
5.
Af því þú treystir efunarlaust
upp á Drottins mildi,
athvarf þitt og einkatraust
er undir hans hlífðarskildi,
hvörki snertir þá hefndin sú,
heimili þitt eða börn né hjú,
það allt hann vernda vildi.
6.
Englum sínum hann setti boð,
að sjá til þín og leiða,
á vegum þínum þér veita stoð
og vernda öllum til greiða,
þeir bera þig hægt á höndum sín,
svo hvörgi náir fætur þín
á minnsta steini að meiða.
7.
Þó yfirgangir þú orma þá,
er eitri blésu að vanda,
fóttroða skaltu skaðlaust þá,
þeir skulu þér öngvir granda,
drekar og león með grimmdar grein
gjöra þér aldrei nokkurt mein
ef stöðugur vilt þú standa.
8.
Af því hann langar mjög til mín
og mitt nafn gjörla kenndi,
skal eg hann leysa af skaða og pín
og skýla með verndarhendi,
bænheyra hann og hjálpa í neyð,
honum vil eg unna sælan deyð
svo lífið með æru endi.
9.
Lífdaga hans eg lengja skal
og láta þá ei brátt þrjóta,
hjá mér upp í himnasal,
hann skal sælu njóta,
þar sýni eg honum mitt hjálparráð,
með hjartans gleði og allri náð,
svo umbun fái hann fljóta.
10.
Á himni og jörðu heiður og dýrð
sé hæstum föður að vanda,
hans syninum ljúfum líka skírð
og lofgjörð allra handa,
ævinliga sú aldrei dvín,
aukist lof og virðing þín,
með heiðran heilags anda.