A 170 - LXXXVI [86.] sálm. Inclina Domine | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 170 - LXXXVI [86.] sálm. Inclina Domine

Fyrsta ljóðlína:Herra, þitt eyra hneig til mín
Viðm.ártal:≈ 0
LXXXVI [86.] sálm. Inclina Domine
Bænar sálmur í alls kyns hryggð og mótgangi.
Tón: Af djúpri hryggð.

1.
Herra, þitt eyra hneig til mín,
hjálparlausa og auma,
mig hefur helgað mildi þín,
mína sál virðst þú geyma.
Hjálpa nú, Drottinn, þínum þjón,
á þér einum er öll vor von,
vægð veit mér miskunnsama.
2.
Dagliga eg þig, Drottinn, bið,
dapra sál mína kætir,
held eg mig þína huggun við,
Herrann góði og sæti.
Líkn sé öllum sem leita þín,
lít nú, Drottinn, á bænir mín,
að grátandi röddu gætir.
3.
Í kvöl minni þig kalla eg á,
kvein mitt bið eg þig heyra,
öngvan guðanna eins má fá
er undur þvílíkt kann gjöra.
Heiðnir allir sem hefur þú,
Herra, skapað þín vitja nú
og bænir fyrir þig bera.
4.
Dýrka þitt nafn því dýrstan einn
dásemdarverk þín lýsa.
Sannur Guð ef ei annar neinn,
eg bið mér veg þinn vísa.
Í sannleik þínum að gangi eg rétt,
gef mér í hjartað æ það eitt
að óttast þitt nafn og prísa.
5.
Eilífi Guð, þér eg þakka vil
af öllu hjarta mínu,
og svo lengi sem lifi eg til
lofsyngja nafni þínu.
Ómælanlig er mildi sú,
mína sál að leystir þú
af djúpri dauðans pínu.
6.
Dramblátir standa mér í mót,
minni sál umsát veita,
ofstopamenn með heiftarhót
og hafna þín að leita.
Miskunnsamur og mildur ert,
mjúklyndi þitt er jafnan bert,
ást og trú ei vilt breyta.
7.
Snú þér til mín, miskunna mér,
makt þína lát mig stoða,
ambáttarson þinn sælan gjör,
sýn á mér tákn ens góða.
Svo hyggi að þeir sem hata mig
hjá stoð þinni og óvirði sig,
að hóf mig þín hjálp úr voða.
8.
Hæstum Guði sé heiður og makt,
hans syni og helgum anda,
ævinliga af öllum sagt
um aldir megi það standa.
Gefi oss þar til gæsku og náð,
girnast mættum af allri dáð
hans vilja og lof að vanda.