A 169 - LXIX [69.] sálm. Deus venerunt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 169 - LXIX [69.] sálm. Deus venerunt

Fyrsta ljóðlína:Hjálpa oss Guð og Herra minn
Viðm.ártal:≈ 0
LXIX [69.] sálm. Deus venerunt
Bæna sálmur að syngja í móti Tyrkjanum og öðrum ofsóknurum Guðs orðs og hans kristni.
Með þann tón: Ó, lifandi Guð, þú lít þar á.

1.
Hjálpa oss Guð og Herra minn,
hlíf voru lífi og sálu,
innbrotist hefur í arfinn þinn
óvinafjöldi án tölu.
Kenning þinni og kristnum sið,
kirkju líka og landsins frið,
eyða með ógn og kvölum.
2.
Útvaldra þinna yfrið mjög
úthelltu víða blóði,
að það um borgir á allan veg
eins svo sem vatnið flóði.
Guðs barna þau ei voru völd,
viðlík að kæmi hefndar gjöld,
allmargur gröft ei náði.
3.
Þénara þinna létu lík
loftsins fuglum að snæða,
holdi þeirra fannst háðung slík
hrædýra skyldi fæða.
Gleði og hjálp oss Guð nú veit,
grannar vorir í hvörri sveit
ámæla oss og hæða.
4.
Hvörsu lengi nú, Herra, skal
heift þín yfir oss vera,
að þína eins og brenni bál
bræði lætur fram fara?
Miskunn þína, Guð, minnstu á,
mjúkari hirting lát oss fá,
lít nú kristni þér kæra.
5.
Þeim eigi setja á þig traust,
ógn reiði þinnar hnekki,
hrósandi þér af hárri raust,
hugur þó aldri þekki.
Ríkum þeim komi refsing fljót,
sem ráðum þínum standa á mót,
nafn þitt ákalla ekki.
6.
Ætíð kristninnar eyða frið,
ofsækja, kvelja og myrða,
fella þeir kirkjur, lönd og lýð.
Lít ei til vorra misgjörða,
sem forþént hafa hirting þá,
hratt lát oss þína miskunn fá,
aumir tökum vér verða.
7.
Heiður þíns nafns að hefjist nú,
hjálp oss svo að ei föllum,
lausnarinn Guð, þín liðsemd trú,
leysi oss úr voða öllum.
Óvina vorra hatri hrind,
Herra, forlát oss vora synd,
náð þína nú áköllum.
8.
Svara þeir ei með spott og háð
spurning sem oss má svíða,
hvar er nú þeirra, Herra Guð?
Hvörninn kannt slíkt að líða?
Bráðliga verði birt og efnd
blóðs þinna þjóna maklig hefnd,
sem úthellt er mjög víða.
9.
Hertekna fólk þitt harmar sárt
hjarta þitt, Guð, það mæði,
hjálpræði þitt það huggi klárt,
hörmung og sorgir græði.
Almáttug nú þín hlífi hönd,
hjarðar þinnar lífi og önd,
sem dagliga sýndur er dauði.
10.
Lasta þeir Krist þinn sæta son,
sannan Guð og vorn Herra,
stoðar þeim engin vægðar vörn,
varna oss illsku þeirra.
Sjöfalda hefnd þá líða lát,
sem lýttu þig með orði og mátt
og aukast þó í því verra.
11.
Þig, Drottinn Guð, vér vonum á,
vernd þinni yfir oss haldir,
oss þinnar hjarðar sauði sjá
syndahefnd ekki gjaldir.
Þitt fólk og arfur þökkum hér,
þitt lof, heiður skulum vér
syngja um allar aldir.
12.
Hæstum Guði sé heiður og makt,
hans syni og helgum anda,
ævinliga af öllum sagt
um aldir megi það standa.
Gefi oss þar til gæsku og náð,
girnast mættum af allri dáð
hans vilja og lof að vanda.