A 168 - Sami sálmur (þ.e. Misere mei Deus) en með öðrum hætti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 168 - Sami sálmur (þ.e. Misere mei Deus) en með öðrum hætti

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð minn Herra, aumka mig
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur en með öðrum hætti
[Nótur]

1.
Ó, Guð minn Herra, aumka mig,
eilíf gæska þín mæði þig.
Fyrir mikla miskunn þína
afmá þú illgjörð mína.
Minn Guð, þvo þú vel mína önd,
af misgjörðum og allri synd
og af glæp þeim eg gjörði,
gef þú mér hreinn eg verði.
Mín synd hún jafnan sýnir sig,
syndgaði eg mjög og styggði þig.
Að þú réttlátur reynist einn,
í ræðum þínum finnist hreinn
þá mannvit þar um dæmir.
2.
Lít það í saurgun eg alinn er,
í synd tók móðir mín við mér,
sjá þú best sannleik þiggur,
sá í hulningu liggur.
Og visku þá sem sjaldan sést
sýndir þú mér og skilja lést.
Afleys mig með ísópó,
að eg kunni hreinsast svo.
Virðstu, Herra, mig vel að þvo,
verða lát mig hvítara snjó,
gef mér að heyra gleði og náð,
góðan fögnuð upp kveikir það
þeim beinum sem þú veiktir.
3.
Afmá þú alla mína synd,
ásjónu þinni frá þeim vend,
einn nýjan, vissan anda,
af náð viljir mér senda.
Skapa þú í mér hjarta hreint
og hritt mér ei sem hef forþént,
svo burt frá sjónum þínum,
svipt mig ei anda hreinum.
Huggi mig nú þitt hjálpræði,
hraustur andi mín styrking sé.
Syndugum veg þinn eg sýna skal,
svo óráðvandir iðrist vel
og til þín aftur snúist.
4.
Frelsi mig miskunn þín margföld,
minn Guð og Herra, frá blóðskuld,
svo að þitt sjálfs réttlæti
sungið mín tunga gæti.
Verndari minn og vonin trú,
vörum mínum upp lúk nú
svo eg með mínum munni
mjúkt lof þér syngja kunni.
Ef fórnir mætti þóknast þér,
þær skyldu greiddar strax af mér,
þó oftliga sé offur brennd
útgjöld þau fyrir vora synd
ei lætur þú þér líka.
5.
Veikur andi og mæddur mest
mun fórn sem Guði líkar best,
hjartað hrellda og mjúka
Herrann sér lætur líka.
Af sætri miskunn sanni Guð,
Síon veiti nú vernd og lið,
að sú hjástoð uppbyggi
Jerúsalem múrveggi.
Réttlætisfórnir þóknast þér,
þar með allt offur hvört sem er.
Yfir þitt helga altari
uxa fórnir með fögnuði,
munu þá menn þér offra.
6.
Rétti hjálpari, Herra Guð,
hugga nú allt þitt kristna lið,
þá þann veg til þín koma
þú gjörir ætíð fróma.
Glöggliga sjá og gætir þú
góðfús eyru þín heyri nú,
af hjarta á þig köllum,
að miskunnir oss öllum.
Öll þín kristni afsakar sig,
syndguðust mjög og styggðum þig.
Náð og miskunn er æ hjá þér,
aumir, syndugir biðjum vér,
hjálpa oss ævinliga.
Amen.