A 165 - XLIIII [44.] sálm. Domine refugium | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 165 - XLIIII [44.] sálm. Domine refugium

Fyrsta ljóðlína:Óvinnanleg borg er vor Guð
Viðm.ártal:≈ 0
XLIIII [44.] sálm. Domine refugium
Er huggunar og bænar sálmur í ofsókn og mótgangi kristiligrar kirkju.

1.
Óvinnanleg borg er vor Guð,
ágæta skjöldur og verja,
hann frelsar oss vel úr allri nauð
sem á oss kann að herja.
Sá illi óvin forn
er nú ákafagjarn,
mörg svik og völdin verst,
vígvél hans eru mest,
of stór við heims makt hvörja.
2.
Vor eigin máttur ekkert kann,
öll vor von strax er farin,
fyrir oss stríðir æðsti mann
af sjálfum Guði kjörinn.
Ef spyr þú hans heiti að,
Herra Jesús er það,
Drottinn allsherjar einn,
ei er Guð annar neinn,
sá er jafnan sigrarinn.
3.
Væri af djöflum veröld full
og vildi oss svelgja alla,
vel tækist þó vor efni öll,
ekkert skal oss því hrella.
Þessa heims höfðingi,
hræðiligur þó sé,
á oss ei orka kann,
áður er dæmdur hann,
eitt Guðs orð kann hann fella.
4.
Þeir skulu öngvar þakkir fá,
það orð láta þó standa,
sannur Guð er oss þó sjálfur hjá
með sínum gáfum og anda.
Taki þeir líf af oss,
sæmd, kvinnu, börn og góss,
allt það umlíðum vér,
ábati ei neinn þeim er,
arfi Guðs höldum án enda.