A 164 XII [12.] sálmur. Saluum me fac [Ath. KE] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 164 XII [12.] sálmur. Saluum me fac [Ath. KE]

Fyrsta ljóðlína:Ó, lifandi Guð, lít þar á
Viðm.ártal:≈ 0
XII [12.] sálmur. Saluum me fac [Ath. KE]
Lagfærður.

1.
Ó, lifandi Guð, lít þar á
og lát þú þig það mæða,
þína heilaga finnum fá,
flestir oss auma hræða.
Þín guðlig orð ei gilda nú,
gjörslokkin er því heilög trú
hjá börnum allra þjóða.
2.
Fram bera jafnan falska list,
sem finna sér til sóma,
brjóst þeirra eru samlynd síst,
sannleik Guðs ei við koma.
Einn velur þetta, annar hitt,
úr máta villa fólkið þitt,
allmjög þó utan ljóma.
3.
Hefti villur og hræsnismenn,
Herrann með sínum anda,
eyðist sú tunga sjálfhælin
segir: Hvör má mót standa.
Vér einir höfum vald og rétt,
verður haldast hvað höfum sett,
hvör skal við oss umvanda.
4.
Því segir Guð: „Eg vakna verð,
volaðir of þungt bera,
af þjáning stynja þungt á jörð
þeirra kvein hlýt eg heyra.
Blessað orð mitt því birtast skal,
berliga þeim mót sækja vel,
og aumra uppreisn vera.“
5.
Sjö sinnum borið silfur í eld,
sannast skírara síðan,
eins skal mann við Guðs orðin mild
ætíð stöðugur bíða.
Það vill með krossi verða reynt,
vottar þá kraft sinn orðið hreint,
ljómar um landið víða.
6.
Vor Guð og Herra viljir nú
varðveita orð þitt hreina,
og ævinliga þyrmir þú
við þeim sem oss það meina.
Því guðlaust fólk í allan stað,
eykst nær þeir hafa yfirráð
sem kefja oss kristni þína.
7.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.