A 163 - XXXIIII [34.] sálm. Benedicam Domini | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 163 - XXXIIII [34.] sálm. Benedicam Domini

Fyrsta ljóðlína:Lof Drottni að eg inni
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt: AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
XXXIIII [34.] sálm. Benedicam Domini
Er ein þakkargjörð og prís fyrir Guðs gæsku og velgjörninga, þá maður hefur leystur verið úr nokkrum voða og háskasemd.
Má syngja svo sem: Eg heiðra þig, Herra.

1.
Lof Drottni að eg inni,
ætíð mér skyldugt er,
hans dýrð í hvörju sinni
helg sé í munni mér.
Mín sál í sönnum Guði
sér jafnan hrósar þá,
ódjarfir á það hlýði,
af því sér fögnuð fá.
2.
Virðing vorum Herra
veiti þér með mér nú,
kall vér hefjum hærra,
hans nafn af ást og trú.
Leitaði eg liðs hjá Drottni,
líknin andsvar mér gaf,
öll svo mín þjáning þrotni,
þar mér stóð ótti af.
3.
Þeirra hann einn álíta
og á hans sækja fund,
ásjóna mun ei líta
ósæmd á nokkri stund.
Þessi bjargarlaus beiddi,
bænheyrði Drottinn hann,
fljótt honum frelsi greiddi,
fulla bót hörmum vann.
4.
Englar Guðs um þá girða,
sem óttast Drottin vel,
öllu þá fári firrða,
fylgd þeim eg trausta tel.
Smakkið og lítið líka
ljúfur hvað Herrann er,
sá mun í sælu víkja
sem á hann vonar hér.
5.
Óttist hæstan Herra,
heilagir allir hans,
auðlegð kann aldri þverra
í nokkru guðligs manns.
Skort munu ríkir reyna
og rata hungur fljótt,
þá Guðs leita alleina
aldrei þraut nokkuð gott.
6.
Hlýðin börn hingað komið,
heyrið á þetta tal,
Guðs ótta sá er sómi
sem yður eg kenna skal.
Hver er sá heimsins manna
heilt girnist líf á láð,
um ævi sælu sanna
sjá vill og góða náð.
7.
Tálma tungu þinni,
tal vont og lygimál,
þínar varir ei vinni
vél nokkrum, flærð né tál.
Láttu af illu æði,
athæfi frem þú þekkt,
friðarins girnstu gæði
gjarnan og fylgi frekt.
8.
Ráðvandir allir eru
undir Guðs náðar sjón,
hans munu opin eyru
æ fyrir þeirra bón.
Ásjóna Guðs og lítur
yfir óráðvanda menn,
þar með af jörðu þrýtur
þeirra öll minning senn.
9.
Grandvarir Guð ákalla,
gjörla það heyrir hann,
kvittun við ánauð alla,
öruggt þeim frelsi fann.
Nærri þeim vill Guð vera,
veiklynda reynir rétt,
hjálp vill geðreyndum gjöra,
gefur þeim lyndi létt.
10.
Meinlausir mega líða
marga og þunga kvöl,
af öllum kross og kvíða
kvittar þá Drottinn vel.
Almætti hans ei þrotnar,
öll þeirra geymir bein,
náir ei neitt að brotna,
náð hans því forðar ein.
11.
Gæfuleysa mun glata
guðlausum margvíslig,
réttlátan hvörjir sem hata,
hlaða með syndum sig.
Sjálfur Guð sína þjóna,
sálir lét frelsi fá,
alla sem á hann vona
örseka* segja má.
Amen.

* 11.8 Stendur svo í 1619, opna 112.