A 160 - VI [6.] sálmur. Domini ne in furore | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 160 - VI [6.] sálmur. Domini ne in furore

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð, í heift ei hasta á mig
Viðm.ártal:≈ 0
VI [6.] sálmur. Domini ne in furore
Er einn iðranarsálmur í stórum harmkvælum, þar með traust og bæn til Guðs að hann muni veita hjálp og miskunn.
Tón: Frá mönnum.

1.
Ó, Guð, í heift ei hasta á mig,
hirtu mig ei með bræði,
á óstyrk mínum aumka þig,
afllaus bein mín svo græðir.
Hvað lengi önd mín skjálfa skal,
skipt um og frelsa mína sál,
hjálpi mér þín huggæði.
2.
Í dauða minnist enginn þín,
ei þakkar neinn í víti,
lúinn af hörmum hvílu mín
sérhvörja nótt eg væti.
Mynd minni angist eyddi mjög,
elliligur því sýndist eg,
margvíslig kvöl mig grætir.
3.
Illvirkjar farið allir burt,
angurs míns Drottinn gæti,
grátbeiðni mína hefur heyrt,
huggun og lið mér veitti.
Af því skelfist hvör óvin minn,
aftur snúi með roðna kinn,
mjög skjótt sín skammast mætti.
4.
Föður, syni og anda sé
æðst dýrð um jörð og himin,
eins sem hann var að upphafi
án enda verði framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við,
sá það vill syngi amen.